Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 4
Við kirkjuna í Nyamira. Sjúkrastofa og fæðingarheimilið í Thessalia. í þessari skírnarathöfn voru 28 skírðir. þá, svo þeir verði betri starfs- menn í guðsríki. Það er eins og Svein Lind, ungur kristniboði í Nynbare, sem hefur 160 söfnuði á sínu svæði, sagði: „Hlutverk okkar kristniboðanna er ekki að * boða syndurum fagnaðarerind- ið, því það gera innfæddir trúboðar miklu betur, heldur að uppfræða leiðtogana.“ Kristni- boðarnir reyna að heimsækja alla söfnuði á sínu svæði og vera með þeim á samkomum, en slík yfirreið tekur að vonum langan tíma. Tjaldstarfíð Einn aðal vaxtarbroddur starfsins í Kenya er tjaldstarfið. Eitt samkomutjald er á hverju svæði norska kristniboðsins og eru tjöldin notuð allan ársins hring. Algengast er að tjaldsam- komur séu samfleytt í þrjár vik- > ur á hverjum stað og skilar slík herferð oft góðum árangri, margir frelsast og endurnýjast. Innfæddir trúboðar annast tjaldstarfið. Þeir fylgja tjaldinu eftir hvert sem það fer, reisa það, prédika og annast söng og útvega aðstoðarmenn. Þeir hafa samkomur hvert kvöld og að deginum til um helgar. Eins hafa þeir samverustundir með upp- fræðslu fyrir nýfrelsaða virka daga. Herferðirnar enda oft með skírnarathöfn. Síðan er tjaldið flutt á nýjan stað og þar hefjast samkomur viku síðar, en þessa viku hvílast starfsmenn- irnir. Ég fékk tækifæri til að vera » með á tveimur tjaldsamkomum á mismunandi stöðum á Kisii svæðinu. Sú fyrri var að kvöldi til, myrkur grúfði yfir nema þegar eldingar leiftruðu af og til og það rigndi talsvert. Samkom- an átti að vera byrjuð er við komum, en þar var fátt fólk,

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.