Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 20
Hafliði Kristinsson: Hvað þarf til Á þessum tímum mikill- ar trúmálaumræðu gætum við vel ímyndað okkur eft- irfarandi viðtal eins af fréttamönnum sjónvarps- stöðvanna við hvert okkar sem er: „Trúir þú að Guð svari bæn?“ Án mikillar umhugsunar kæmi ákveð- ið „Já!“ En ef þessi sami fréttamaður knýr heldur dýpra og spyr: „Trúir þú að Guð svari þinni bæn?“ þá myndu margir hika um stund, og svörin yrðu ekki eins eindregin. Oft þegar við stöndum frammi fyrir „erfiðu" bænarefni, þá finnum við svo sterklega fyrir vanmætti okkar og jafnvel lítilli trú. Viö viljum þá oft leita til þeirra sem hafa „sterkari trú" eða eru þekktir fyrir einhverja ákveðna þjónustu í ríki Guðs á meðal okkar. Á „bænamóti", sem haldið var í Pittsburg fyrr á þessu ári, og undirritaður sagöi frá í síðasta tölublaði Aftureldingar, var þetta efni einmitt til umræðu. Út frá þeirri umræðu, og með at- huganir B.J. Willhite að baki (en hann var einn ræðumanna mótsins), langar mig að miðla eftirfarandi hugleiðingu með þér, kæri lesandi. Það er löngun mín að sem úestir verði virkir þátttakendur í þeirri bæna- keðju, sem Guð er að vekja um víðan heim í dag. Hversu mikla trú þarf til að hnika hendi Guðs? Get ég vænst þess að Guð svari reglulega þeim bænum sem stíga upp frá mínu hjarta til hans? Svarið er já! og þrátt fyrir meðvitaðan vanmátt okkar þá bæði getur Guð og vill svara bæn okkar. Ákveðin grundvallarskilyrði þurfum við þó að kynna okkur fyrst. í Hebreabréfinu 11:6 stendur: „En án trúar er óger- legt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því að hann sé til að að hann umbuni þeim er hans leita." Við verðum að trúa því að hann sé til og að hann vilji svara bæn okkar. En er trú mín nógu sterk til að hnika hendi Guðs? Við skulum skoða trú nokkurra „frumherja" kristn- innar, og reyna að komast að því hvað þeir gerðu til að hnika hendi Guðs. TRÚ TIL AÐ HLÝÐA Öll þekkjum við söguna úr Lúkasarguðspjalli 5:1-8, söguna um veiðina miklu. Jesús bað Pétur að leggja bátnum lítið eitt l'rá landi, og þaðan flutti hann fólkinu boðskap sinn. Pegar Jes- ús hafði lokið ræðunni bað hann Pétur að leggja út á djúpið til fiskjar. En nú var Jesús að færa sig inn á sérsvið Péturs, og hann

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.