Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 18
Sam Daniel Glad Evrópumót Hvítasunnumanna Evrópumót Hvítasunnu- manna var haldiö dagana 22.-26. júlí sl. í Lissabon, Portúgal. Fyrirfram var talið að þetta væri ekki besti tími til móts- halds, sökum hitans sem er á þessum tíma árs. Til að hýsa svo stórt mót sem þetta þurfti stórt húsnæði og þetta var eini tíminn sem sýningarhöllin F.I.L var laus á þessu sumri, þótt sótt hafi verið um með margra ára fyrir- vara. A þessu móti voru saman komnir þátttakendur frá öllum þjóðlöndum Evrópu, að und- anskilinni Albaníu og Tékkó- slóvakíu. Yfirvöld þessara landa gáfu engum heimild til að sækja mótið. Af íslands hálfu sóttu mótið undirritaður, kona hans Ruth og Olafur Jóhannsson. Þátttakend- ur héðan hefðu gjarnan rnátt vera fleiri. Tveimur dögum fyrir mótið hófust fundahöld þeirra sem standa að þessum Evrópumót- um. Segja má að þeir fundir hafi verið tímamótafundir. Nefnd, sem ber skammstöfunina P.E.K. (Evrópumót Hvíta- sunnumanna), hefur verið í gangi og séð um skipulagningu Evrópumótanna frá upphafi. Á sama tíma hefur verið til önnur nefnd, E.P.F. sem unnið hefur að ýmsum málum innan Hvíta- sunnuhreyfingarinnar í Evrópu. Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að sameina þessar tværnefndir. Kjörnir voru menn til að vinna að þessu og höfðu þeir að mestu skilað áliti í sept- ember 1986. Fundurinn á mánudaginn fyrir mótið var því síðasti P.E.K. fundurinn, þar var samþykkt að sameina þessar tvær nefndir. Daginn eftir var svo fyrsti sam- eiginlegi fundurinn og var ákveðið að nefndin skyldi bera skammstöfunina P.E.F. (Pent- ecostal European Fellowship), en mótin skyldu áframhaldandi auglýst undir P.E.K. til að valda ekki misskilningi. Var svo geng- ið til kosninga um formann og var Jakob Zopfi frá Sviss kjör- inn, sem áður var formaður P.E.K. Varaformaður var kjör- inn Reinold Ulonska frá V- .Þýskalandi, fyrrum formaður E.P.F. og ritari var kjörinn Olof Djurfelt frá Svíþjóð. Síðan var rætt nánar um þetta mót sem var að hefjast og mikill einhugur var í mönnum um að gera mótið gott. Til að það mætti verða þótti ástæða til þess að nota meiri tíma til bæna og var það gert strax á þessum fundum. Síðan var rætt um að næsta mót yrði hugsanlega haldið í Kaup- mannahöfn árið 1991. Samhliða samkomum mótsins voru haldnir ýmsir fundir og ráð- stefnur þeirra er standa að trúboðsmálum innan Evrópu. Má þar m.a. nefna trúboð aust- an járntjalds. Einnigvorufundir þeirra sem standa að útgáfu- starfsemi: bóka, tímarita, hljómplatna o.þ.h. Svo var rætt um fjölmiðlatrúboð í útvarpi og sjónvarpi. Það er víða að hasla sér völl eftir að ríkiseinokun er að hverfa. Yfirskrift mótsins var Hvíta- sunnan í dag. Það var sett mið- vikudagskvöldið 22. júlí að við- stöddum rúmlega 7000 gestum. Kórinn taldi um 500 manns og var hann samansettur úr átta portúgölskum kórum. Hann var stórkostlegur og vel samæfður. Á þessari opnunarsamkomu flutti hann m.a. Hallelújakórinn úr Messíasi eftir Handel og í lok hans gekk æskufólk í salinn með þjóðfána allra þátttökuþjóð- anna. Var svo gengið með hvern þjóðfána fram fyrir ræðupallinn og stóðu þá upp gestir viðkom- andi lands. Mikið lof í lófa hlutu þeir þátttakendur sem voru frá austantjaldslöndunum, en það voru fámennir hópar. Þetta var tilkomumikil athöfn. Ræðumaður þetta fyrsta kvöld var Olof Djurfelt, ritstjóri Dagen, dagblaðs sænskra Hvíta-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.