Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 5
1 götótta tjaldinu í Nvabioto enda jafnvott inni í tjaldinu sem úti. Ljósamótorinn var bilaður svo notast varð við fjósaluktir. Strax og við Frímann og tengda- faðir lians birtumst, var efnt til samkomu, þótt aðkoman væri ekki góð. Við óminn frá söngn- um streymdu fleiri að. Við töl- uðum allir og á eftir komu nokkrir fram til fyrirbæna og krupu í votu grasinu. Prátt fyrir allt var þetta áhrifarík samkoma og Andi Guðs blessaði. Daginn eftir var síðasti samkomudagur- inn á þessum stað og þá voru 28 skírðir, sem var ávöxtur þessara tjaldsamkoma. Seinni tjaldsamkoman var haldin að degi til á stað sem heit- ir Nyabioto. Tjaldið stóð framan í hárri hæð og var útsýni fagurt. Sól skein í heiði og frá tjaldinu ómaði frísklegur söngur fjölda- barna og fullorðinna er við kom- um. Þegar inn í tjaldið kom gaf á að líta: Á tjalddúknum var gat við gat í þúsunda tali allt um kring. Það var líkast því að horfa upp í stjörnuhimininn. Ekki furða þótt tjaldið héldi ekki vatni. Þetta var skemmdarverk sem óvinir starfsins höfðu unnið fyrir einum tveim árum, með því að skvetta geymissýru á tjaldið. En hinir trúuðu láta þetta ekki aftra sér og halda samkomur hvernig sem viðrar. Aðsóknin er góð þegar þurrt er í veðri, en dregur að vonum talsvert úr henni er rignir. Þetta tjald hefur verið notað stöðugt í 12-14 ár og er dúkurinn orðinn svo fúinn að hann rifnar meir og meir. Frímann hefur yfirumsjón með tjaldstarfinu á þessu svæði og hefur hann mikinn hug á að endurnýja tjaldið, en það kostar mikið fé. Þessi tjaldherferð stóð aðeins í tvær vikur en árangurinn varð góður, m.a. voru 38 skírðir viku síðar á þessum stað. í Kisii-héraði hafa aðeins fáir söfnuðir eignast kirkjur úr var- anlegu efni. Sú stærsta er í Nyamira, en þar hefur einnig verið reist stórt hús, sem ætlað er til móta og námskeiða. í Rir- agi er langt komið með að reisa kirkju og á döfinni er að reisa fleiri kirkjur eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Flestir söfnuðir notast við litlar leirkirkjur með stráþaki. Kenya er eitt besta land í Afr- íku og þar eru opnar víðar dyr og verkmiklar fyrir fagnaðarerind- ið, enda eru stjórnvöld hlynnt kristniboðsstarfinu. Það var mjög áhugavert og lærdómsríkt að kynnast kristni- boðsstarfinu þarna, en auk þess fékk ég tækifæri til að ferðast víða. Skoðaði m.a. dýralífið í þremur þjóðgörðum, fór í tveggja daga siglingu á Viktoríu- vatni og kynntist mannlífinu bæði í bæjum og sveitum lands- ins. Daníel Jónasson cr tónmenntakcnnari tif* kirkjuorganisti í Revkjavík. Auk þcss ncniur hann sagnfræöi við Háskóla ís- lands

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.