Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 27
fyrstu æviárin, veitt þeim þá um- hyggju og ástúð sem þau þarfn- ast og búið þau undir að takast á við lífsbaráttuna, og þær skyldur sem hún leggur þeim á herðar. Eg er sannfærð um að það borg- aði sig fyrir þjóðina að greiða þeim konum laun, sem vilja vinna heima við uppeldisstörf barna sinna, heldur en ætla þeim öllum pláss á barnaheimilum og leggja í allan þann gífurlega kostnað sem því fylgir, fyrir utan það að ég veit að það er miklu heppilegra fyrir börnin. Ahrifin sem börnin verða fyrir utan heimilisins eru mjög mikil og vinirnir hafa mjög snemma áhrif á þau. Einnig hefur sjón- varpið mikil og oft slæm áhrif inn á heimilin. Þess vegna er ábyrgð trúaðra foreldra enn meiri gagnvart börnum sínum. Að sá í hjörtu þeirra því besta sem þau eiga völ á, orði Guðs og áhrifum þess. Það er ekkert sem kemur börnum okkar betur en að okkar kristni arfur verði einn- ig þeirra hlutskipti. Þess vegna er svo dýrmætt að geta byrjað nógu snemma að sá í hjörtu þeirra orði Drottins og kenna þeim Guð ótta og góða siði. Við getum mjög snemma farið að biðja með þeim og láta þau hafa orðin eftirokkur. Kennum þeim að þakka Guði og gerum það að eðililegum hlut að hafa borð- bænir. Gott er að segja þeim sögur úr Biblíunni eða lesa fyrir þau úr Barnabiblíunni. Það er ótrúlegt hve börn hugsa mikið um andlega hluti og hve kjarn- miklar spurningar þau bera fram þegar við ræðum við þau um Guðs orð. Gott er að byrja snemma að venja þau á að fara í sunnudagaskóla, samkomur og guðsþjónustur, þannig að það sé þeim eðlilegt að ganga í Guðs- hús. Ef foreldrar eru í vinnu utan heimilis og börnin einhvers stað- ar annars staðar á meðan, þá gefur það auga leið að það eru einhverjir aðrir sem hafa þessi mótandi áhrif á börnin allan daginn. Eru það þau áhrif sem við viljum að börnin okkar verði fyrir? Munum að Guð hefur fal- ið okkur foreldrum ábyrgð á uppeldi barna okkar, en einnig að hann vill veita okkur allt það sem við þörfnumst til þess. Að lokum langar mig að minna þig á orð úr Orðskviðum 16:3 „Fel Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.“ Kæru foreldrar, Guð blessi ykkur í ykkar göfuga starfi. Hafinn yfir að kvarta Merkur og dyggur kristniboði, Allen Gardiner að nafni, rataði í margvíslega erfiðlcika og mann- raunir í þjónustu frelsara síns. Þrátt fyrir allar þrengingar sínar lét hann þessi orð falla: „Meðan Guð gefur mér kraft og heilsu munu engin áföll draga kjark úr mér.“ Árið 1851 — þá 57 ára að aldri lést hann af sjúkdómum og hungri er hann starfaði að kristniboði á Pictoneyju við suðurodda Suður-Ameríku. Þegar líkið fannst lá dagbók hans skammt frá. Síðasta innfærslan í litlu bókina hans sýndi skjálf- andi rithönd sem reyndi að rita læsilega skrift. Þar gat að líta eft- irfarandi orð: „Gæska Guðs umvefur mig á yfirþyrmandi hátt.“ Þvílíkt! Ekki eitt einasta kvörtunarorð — ekkert barns- legt nöldur né mögl vegna kring- umstæðnanna — bara þakklæti fyrir gæsku Guðs. Á sautjándu öld ritaði skoski kennimaðurinn, Samúel Ruth- erford þessi orð: „Sumt Guðs fólk áfellir náðarverk Guðs í sál sinni líkt og sumir aumingjar gera, sem kvarta og mögla út af skorti. „Ég á ekkert," segja þeir, „allt er horfið og jörðin gefur ekkert af sér nema illgresi," á sama tíma og væn uppskera þeirra og fjárráð gera þá að lyg- urum ... Ég ráðlegg yður að fara fögrum orðum um Krist sakir fegurðar hans og yndisleika og mæla fagurt um hann sökum náðar hans.“ Ef við teldum upp allar þær blessanir sem Guð hefur veitt okkur að viðbættri þeirri hags- bót og blessun sem nærvera hans færir okkur, mundu kostirnir gagntaka okkur. Þá skiptu kring- umstæðurnar okkurekki máli og við gætum tekið undir með sálmaskáldinu forðum daga: „Ég vil lofa Drottin . . .“ Við værum þá hafin yfir að kvarta. Ef þér kemur ekkert í hug til að þakka fyrir, hefurðu lélegt minni. „Eg vil lofa Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum, ineð- an ég er til.“ (Sálmur 146:2). Þýtt — HSG

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.