Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 24
Áður en ákvörðun um starf utan heimilis er tekin, ættum við konur samt að fasta og biðja Guð að sýna okkur hvernig hann vill að við bregðumst við ábyrgð- inni gagnvart heimilum okkar, fjölskyldum okkar, og síðast en ekki síst honum. Hins vegar verðum við heima- vinnandi konur sífellt að minna sjálfar okkur á það að eigin- menn okkar og börn skipa ekki efsta sætið í lífi okkar. Það gerir Jesús. Guð forði mér frá því að láta manninn minn og fjölskyldu mína hafa forgang í hjarta mínu. Guð mundi hryggjast. Hann vill njóta ástar minnar og athygli. Ég verð að þjóna honum áður en ég þjóna nokkrum öðrum. Ég hef enga afsökun fyrir því að verja ekki tíma með honum, fyrir að láta hann ekki skipa efsta sætið í hjarta mínu. SP: Hvað um konuna sem langar að byggja upp starfsferil, þrátt fyrir að hún þurfi ekki á tekjunum að halda? Evie: Hvort sem um karl eða konu er að ræða verða lang- tímaáform okkar alltaf að lúta stjórn Heilags anda. Þau verða alltaf að mæta kröfum Biblíunn- ar; þau mega ekki verða mála- miðlun við helgun okkar og lík- ama Krists. Við sem einstakling- ar verðum stöðugt að einblína á Drottin. En þetta á ekki aðeins að gera einu sinni og gleymast síðan. Þetta verður að gera á hverjum degi. Við Pelle vorum í Svíþjóð. Við vorum í Kaliforníu. Nú er- um við í Florida. Við verðum alltaf að vera opin og reiðubúin ef Drottinn skyldi segja: „Heyr- ið þið, ég hef dálítið annað handa ykkur.“ Við gátum komið til Florida vegna þess að við vor- um reiðubúin, við höfðum ekki bókað tónleika ár fram í tímann. Guð getur notað þig á einn hátt um tíma, og síðan notað þig öðruvísi í annan tíma. Það þýðir ekki að eitt starfið sé réttara en annað. Það þýðir að Guð sé við stjórn og geti gert það sem hann vill, þegar hann vill. Á þeim tíma getur virst sem við séum að víkja af upphaflegri braut, frá upphaflegum markmiðum okk- ar, en þangað til okkur skilst að Guð vilji eitthvað annað ættum við að halda áfram og vaxa þar sem okkur hefur verið plantað. Sp: Hvernig getur fólk búið sig undir að verða góðir makar? Evie: Ég verð fyrst til að við- urkenna að ég veit ekki allan sannleikann. En ég trúi því að áður en við getum látið okkur detta í hug að við verðum góðir makar, þá verðum við að vinna að sambandi okkar við Jesú. Þegar við erum komin undir stjórn Andans, þurfum við að leita Guðs og biðja. Við þurfum að gera þetta auk allra annarra verkefna. Við þurfum að leita ráða hjá foreldrum okkar. Spyrja vini okkar hvað þeim finnist. Spyrja prestinn — and- legan hirði okkar. En framar öllu ættum við að vita að Guð sé að gefa okkur heimsins stórkost- legasta mann eða konu. Ekki verður alltaf allt í rósrauðum ljóma, við munum ekki alltaf verða sammála maka okkar í öllu. En við verðum að vera fullviss. Þetta snýst allt um sjálfsfórn, að færa Drottni okkur sjálf sem lifandi fórn. Við verðum að færa fram markmið okkar, drauma okkar og framtíð. Við verðum að leggja okkur sjálf fram fyrir fæturJesú. Alltereinskisvert — já, jafnvel hjónabandið — ef Frh. á bls. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.