Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 28
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAB Svartir og hvítir þvo fætur hver annars Síðla í júní var haldið mót í Suður- Afríku með þátttöku kristinna manna frá 24 þjóðlöndum. Ungt fólk mcð hlutverk skipulagði mótið, sem stóð í viku. Menn komu saman til lofgjörðar, tilbeiðslu, kennslu og trúboðs. Um þrjú þúsund manns sóttu samkomurnar; þar ríkti mikil eining og handleiðsla Guðs. Enok Vestergárd frá Danmörku var einn þátttakenda. Hann sagði m.a.: — Þetta var alveg frábært. Eftir- tektarvert er hversu opnir menn eru fyrir fagnaðarerindinu þarna. Síð- degis fórum við út í litlum hópum til að prédika. Þegar við stóðum úti á götu var ekki óalgengt að 200 manna hópur safnaðist saman til að hlusta. Enok segist hafa séð ástandið í Suður-Afríku í nýju ljósi í ferðinni. — Aðskilnaður er víða í miklum mæli — því miður — en almennt á sér stað mjög jákvæð þróun í sam- skiptum svartra og hvítra í Suður- Afríku. I flestum kirkjum sér maður svarta og hvíta sitja hlið við hlið. — Áhrifamesta reynslan okkar allra, ekki síst fyrir þá svörtu, var fótaþvotturinn. Sem tákn fyrir auð- mýkt, virðingu og kærleika þvoðum við fætur hver annars eitt kvöldið. Að ég skyldi þvo fætur „svertingja" hafði ekki eins mikil áhrif á mig eins og Suður-Afríkubúann. Hann er vanur því að vera afskiptur og ekki virtur viðlits, og allt í einu situr hvít- ur maður fyrir frantan hann og þvær fætur hans. — Við getum verið ólík í útliti, kynþætti og þjóðerni, en í Jesú og trúnni á hann erum við eitt — og það fengum við að reyna! Udf. 3887 Prestur settur af í Lettlandi Sovésk yfirvöld liafa neytt lút- herska erkibiskupinn af Lettlandi til þess að láta af þjónustu sinni. Ákvörðunin tók gildi í maí og hefur haft í för með sér áköf mótmæli meira en fimmtíu safnaða í Lett- landi. Hinn mikli framgangur á síð- ustu árum er ein af orsökum þess að yfirvöld hafa nú gripið inn í. Söfnuð- urinn í Kuldiga taldi 300 meðlimi 1982. Nú eru meira en 500 manns í söfnuðinum og það er ekki óvana- legt að 1200 manns þiggi altaris- sakramenti. KS 3887 Náðargjafavakningin eykur skiining Náðargjafavakningin hefur aukið skilning milli kirkjudeilda. Þetta var fullyrt á ráðstefnu í Gwatt í Sviss í ágúst, þar sem 38 „hvítasunnufræð- ingar" úr Evrópu voru saman komn- ir til þess að ræða endurnýjunar- vakninguna. Ræðumenn á ráðstefn- unni töluðu m.a. um guðfræðilegar rætur hvítasunnuhreyfingarinnar, kenninguna um þúsundáraríkið, til- hneigingu hreyfingarinnar til að verða alþjóðleg frá upphafi og mikil- væga köllun frumkvöðlanna. Mikla athygli vakti W.J. Hollenweger, sem er frá Sviss, en kennir við há- skóla í Englandi. Hann talaði um viðhorf Hvítasunnumanna til guð- dómlegra lækninga, og hélt því fram að aðrar kirkjudeildir væru allt of hlédrægar á þessu sviði. KS 3687 LP-stofnunin tekur í notkun nýtt heimili LP-stofnunin í Svíþjóð, sem vinn- ur meðal utangarðsmanna samfé- lagsins, tók í notkun nýtt heimili í byrjun september í Askersund ná- lægt Örebro. Staðurinn var keyptur af sveitarfélaginu í Örebro og er þetta stærsta verkefnið sem nokkurn tímann hefur verið ráðist í. Reiknað er með að nýja heimilið rúmi 250 manns. KS3887

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.