Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 23
s Sp: Hver álítur þú að sé vandi kristinna hjónabanda og livað finnst þér um viðhorf okkar til hjónabandsins? Evie: Það er vegið að rótum hins kristna heimilis. James Dobson segir að hlutfall hjóna- skilnaða á meðal kristinna, sé næstum jafnhátt og meðal þeirra sem ekki eru kristnir. Það er hræðilegt! I hreinskilni sagt er- um við Pelle ákafir málsvarar réttlætis í hinni kristnu fjöl- skyldu og viljum halda viðhorfi Guðs til hennar á lofti. Sp: Hvað álítur þú vera meg- invandamálið? Evie: Við eigum marga góða vini og kunningja, sem hafa leyst upp heimili sín. Ég er viss um að þú þekkir líka einhverja. Margt kristið fólk hefur fengið skilnað og gifst aftur. Ein afleiðing af því er sú að börn hafa tvístrast. Margt þetta kristna fólk hefur frjálslegar skoðanir á því sem Biblían segir um hjónabandið. Sp: Hvað áttu við með „frjáls- legar skoðanir"? Evie: Fyrir aðeins þremur eða fjórum dögum var ég að tala við konu sem er ekki hamingjusöm í hjónabandinu. Kristnir leiðtog- ar sem hún hefur talað við segja að það væri gott fyrir hana að fá skilnað. Þeir segja að Guð vilji að hún sé hamingjusöm; að ef hún sé ekki hamingjusöm í hjónabandinu þá sé fyrirgefn- ingu að fá og nýja byrjun. Ég var ósammála — og ég þekkti að- stæður hennar í smáatriðum. Orð Guðs segir okkur greinilega að í vissum tilfellum sé skilnaður leyfilegur og endurgifting. En í þessu tilfelli og svo mörgum öðr- um — segir fólkið bara: „Við erum þreytt, við nennum ekki að vinna að þessu sambandi lengur.“ Og rökin eru þessi: „Við erum eiginlega ekki ást- fangin lengur og Guð vill ekki að við séum í óþægilegri aðstöðu. Vill hann ekki að við séum ham- ingjusöm?“ Ég legg áherslu á að Biblían segir skýrt að við öll — og ég líka — séum ekki hér til þess að láta Guð veita okkur ánægju og við erum ekki hér til að láta hann vinna fyrir okkur. Við erum hér til þess að veita honum ánægju og vinna fyrir hann. Sp: Sýnist þér að ókristilegar hugmyndir um hjónaband hafi áhrif á kristið fólk? Evie: Sem kristin vitum við að viðhorf heimsins hafa áhrif á okkur. Það hendir sum okkar að leika tveim skjöldum. Við segj- um jú, Guð er trúr, hann leiðir okkur og leiðbeinir okkur. Síð- an fáum við skilnað, ef þetta heppnast ekki. Við þurfum að vita hvað hjónaband er áður en við göng- um í það, svo að eftir nokkur ár lendum við ekki í að segja, „þetta var ekki rétt.“ Þetta þarf að kenna úr ræðustólnum. En, almennt sagt, þá er þetta frekar óvinsælt einmitt núna. Svo margt fólk gefst bara upp og ákveður að hjónaband þeirra muni ekki ganga. Eða það hrein- lega réttlætir skilnað. Ég hef heyrt fólk segja: „O, þú trúir því aldrei hvað skilnaðurinn hefur verið þroskandi lífsreynsla!" Það er mikið í tísku núna að öðl- ast „þroskandi lífsreynslu," er það ekki? Við Pelle erum hrygg í anda okkar. Ég held að við finnum aðeins lítið til í samanburði við hryggð Guðs yfir þessu. Það er erfitt að hafa trú á fjölskyldunni þar sem fólk gefst upp. Aðrir kristnir, sem gætu átt í erfiðleik- um í hjónabandinu, líta á þau og segja: „Hvers vegna ætti ég að halda það út, þegar þessi hefur gefist upp og hinn hefur gefist upp? Hvers vegna ætti ég að halda út þegar þau gerðu það ekki og Guö veitir þeim samt velfarnað og blessun?" Sem kristin þurfum við að gera okkur grein fyrir að líf okk- ar er gerólíkt lífi óendurfædds fólks. Við erum af allt öðru kon- ungsríki. Við erum ekki af heim- inum. I hjónabandi verðum við að yfirgefa alla aðra. helga trún- að okkar aðeins hvort öðru. Það er að deyja sjálfum sér stöðugt til þess að hinn aðilinn lyftist upp, þörfum hans verði mætt, líf þeirra öðlist fyllingu. Ef til vill hljómar þetta eins og grundvall- aratriði, en hve margir gera þetta raunverulega? Sp: Hvað hefur þetta þýtt í þínu lífi? Evie: í fyrsta lagi ákvað ég að hafna framabraut minni. Pelle var forstöðumaður í Svíþjóð. Þjónusta mín náði út um allan heim. Ég sagði í einlægni og glöð í hjarta: „Þakka þér Guð að ég get axlað byrðar með þessum manni, sem þú hefur greinilega gefið mér og saman skulum við vinna fyrir þig á hvaða sviði sem þú sýnir okkur. Leiddu okkur og leiðbeindu daglega með hendi þinni.“ Sp: Hvernig eiga kristnar kon- ur að snúa sér varðandi frama- braut? Evie: I fyrsta lagi er ég ekki hrifin af orðinu framabraut. Það ber með sér vissan keim. Mér finnst það minna á glans og efn- ishyggju. Ég geri mér fulla grein fyrir því að á mörgum heimilum er nauðsynlegt að konan vinni úti. Ég hef mikla samúð með konum sem eiga ekki um neitt að velja. Ég veit að þær búa við mikla togstreitu. Tryggðin við fjölskylduna og tryggðin við vinnuna togast á.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.