Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 10
hæðinni ásamt fleirum. Var hús- ið komið undir þak í maí 1948. Laugardaginn fyrir hvíta- sunnu fluttust hjónin Herta og Þórarinn til Stykkishólms, voru þau í leiguíbúð til 16. desember, er þau fluttust inn í safnaðarhús- ið. Á jólunum 1948 var fyrsta samkoman haldin í nýja sam- komusalnum. 9. janúar 1949 var stofnaður sunnudagaskóli. Börnin fylltu salinn frá byrjun. Vakningarvikur voru haldnar í janúar árlega og liðsstyrkur kom frá Reykjavík. Fyrsta sumarmótið í Stykkis- hólmi var haldið 24. júní til 2. júlí 1950. Komu þá yfir 100 manns að, og sýndu Stykkis- hólmsbúar frábæra gestrisni með því að lána húsrými fyrir aðkomufólkið. Við þetta tæki- færi var samkomusalurinn vígð- ur. Bænarandi hvíldi yfir mótinu og Andi Drottins var nálægur. Alls tóku 26 manns á móti skírn í Heilögum anda. Nítján voru skírðir niðurdýfingarskírn, þar af ein kona úr Stykkishólmi, Karólína Jóhannsdóttir, sem nú stendur á níræðu. Haustið 1955 fluttu Herta og Pórarinn frá Stykkishólmi. í þeirra stað komu Sigurlaug og Ásgrímur Stefánsson, og héldu starfinu áfram á sama hátt og verið hafði, nema að byrjað var með saumafundi fyrir stúlkur, tvo flokka í viku fyrir yngri og eldri. Einnig voru saumafundir fyrir konur eins og verið höfðu áður. Yfirleitt voru samkomur vel sóttar og nokkrir bættust í hópinn þennan tíma. Ymislegt var unnið við að lag- færa húsið, þar á meðal var fleyguð í sundur klöppin á bak- við það vegna sífellds vatnsaga, sem lá innundir húsið. Vorið 1956 komu hjónin Sigríður og Ingimar Vigfússon ásamt tveim- ur börnum sínum, og var það góður liðsauki. Þau voru í tvö ár. Sumarmót var haldið aftur dagana 21.-28. júní 1959. Var það blessað mót, mikill bænar- andi var yfir fólkinu. Andi Drottins starfaði, 24 öðluðust skírn í Heilögum anda, flest ungt fólk. Fjórir voru skírðir í vatni eftir fyrirmynd Biblíunnar. Yfir 100 manns sóttu mótið. Stykkis- hólmsbúar sýndu sem fyrr vel- vilja og hjálpsemi í að hýsa fólk- ið. Um haustið 1959 fluttu Sigur- laug og Ásgrímur suður vegna beiðni frá Reykjavík í sambandi við húsbyggingu Fíladelfíu, sem þá var verið að reisa. Þau sem þá tóku við voru hjónin Anna og Garðar Ragnarsson, sem komu í nó- vember sama ár, og störfuðu í sex ár. Milli 15 og 20 manns tóku skírn á þeim tíma sem þau störf- uðu þar. Þau höfðu auk fastra samkomuhalda sunnudagaskóla og unglingastarf. Á annað hundrað börn sóttu skólann. Einnig lagfærði Garðar ýmislegt íhúsinu, málaði ogfleira. 12. nó- vember 1965 fluttu þau til Fær- eyja. Þá kom Daníel Glad með fjölskyldu sína til Stykkishólms og tóku þau við starfinu. Dvöld- ust þau þar í fjögur ár og höfðu samkomur með svipuðu móti og verið hafði. Daníel starfaði mik- ið að blaða og bókasölu eins og hann hefur ætíð gert. Ennfrem- ur spratt upp bílskúr við húsið í hans tíð þar. Næstu starfsmenn urðu þau Guðný og Hinrik Þorsteinsson, sem fluttust til Stykkishólms ár- ið 1970 og störfuðu þar til 1976. Barna- og unglingastarfið var blómlegt á þessum tíma, mikið var föndrað, sungið, beðið og Guðs orð hugleitt. Margir ungl- ingar leituðu Krists. Auk hinna venjulegu samkoma voru saumafundir fyrir konur einu sinni til tvisvar í mánuði og sam- komur á sjúkrahúsinu. Sumar- mót var haldið 1972, mótsgestir fengu sem fyrr gistingu í heima- húsum og einnig í barnaskólan- um. Samkomutjald var reist við barnaskólann. Ellefu manns tóku biblíulega skírn þessi ár. Hinrik hélt áfram viðhaldi á hús- inu, setti meðal annars nokkra nýja glugga í húsið. Á eftir Hinrik voru Rut og Sam Glad nokkra mánuði. Þar á eftir kom Helena Leifs- dóttir til Stykkishólms og var um það bil tvö ár, hún starfaði einn- ig mikið meðal barna og ungl- inga. 1981 kom Frímann Ásmunds- son með fjölskyldu sína og var þar í rúmt ár, en þá fluttist íjöl- skyldan til Noregs. í desember 1982 fluttust Benjamín Þórðarson og Berg- þóra Kristinsdóttir til Stykkis- hólms frá Akureyri og tóku við starfinu. Samkomuhald hefur verið með svipuðum hætti og áður, auk þess sem þau hafa oft haft helgistundir á dvalarheimili aldraðra á staðnum. Benjamín hefur lagfært húsið mikið síðan hann kom. Meðal annars klætt meirihlutann af húsinu að utan og einangrað, einnig hefur han tvöfaldað gluggana í salnum, komið upp snyrtiaðstöðu í enda salarins og fleira. Síðastliðið vor fluttust hjónin Margareta og Kjell Gunnar Lindblom, frá Akranesi, og gengu inn í starfið. Við þökkum Drottni fyrir alla starfsmenn á þessu 40 ára tíma- bili og þá náð og blessun sem hvílt hefur yfir starfinu. Hann sem byrjaði góða verkið á þess- um stað mun fullkomna það allt til dags Jesú Krists.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.