Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 16
því að Jesús skyldi eyða tíma sín- um í að tala við svo ómerkilega manneskju. Það fór heldur ekki framhjá þeim að hann kaus að gera svo á mjög opinberum stað, því að brunnurinn var mið- punktur mannlífsins í þorpinu og hegðun meistarans hlaut að vekja eftirtekt. Ef aðrir Gyðing- ar hefðu orðið vitni að atburðin- um, hefðu þeim brugðið mjög í brún, en Jesús hafði enga slíka fordóma. Eitt er víst, hegðun Jesú var mjög óvenjuleg og þótti hneykslanleg á hans dögum. Það má með sanni segja að hann hafi verið róttækur hvað varðaði af- neitun á hefðinni í þessu sam- bandi. Ekki var nóg með að Jesús veitti konum viðurkenn- ingu af ásettu ráði, heldur leyfði hann að konur væru taldar með fylgjendum hans. Til eru heim- ildir um margar konur sem ferð- uðust um með Jesú og lærisvein- unum, og sumar þeirra hjálpuðu til við að fjármagna starfið (Lúk- as 8:1-3). Það er einnigeftirtekt- arvert að eftir upprisuna birtist Jesús fyrst konu, Maríu Magda- lenu (Markús 16:19). Þetta er allt mjög merkilegt í Ijósi menningar þeirra tíma. Það er ljóst að Jesús hafði mjög jákvæða afstöðu gagnvart konum og viðurkenndi mannréttindi þeirra í ríki Guðs. Frumkirkjan Eftir að Jesússteig upp til himins söfnuðust fylgjendur hans sam- an í loftstofunni til þess að bíða komu Heilags anda. Ritningin segir að 120 manns hafi verið í loftstofunni og á meðal þeirra ótilgreindur fjöldi kvenna (Postulasagan 1:14). Almennt hefur verið álitið að öll hafi þau hlotið skírn Heilags anda (Postulasagan 2:4) og þess vegna öll fengið kraft til þjón- ustu eins og Jesús hafði lofað (Postulasagan 1:8). Frá upphafi áttu því konur jafnan hlut í kristnu samfélagi. Nú verður að geta þess að karlmenn gegndu flestum leiðtogahlut- verkum, því að í þessari menn- ingu höfðu karlmenn meira at- hafnafrelsi og svigrúm á meðan konur höfðu skyldum að gegna á heimilinu við að gæta bús og barna. Samt eru undantekning- ar. Það er athyglisvert að fyrsta manneskjan sem Páll leiddi til Krists var kona — viðskipta- kona. Lydía, sem „verslaði með purpura" (Postulasagan 16:14), var auðug kona og mikilsvirt í sínu samfélagi. Ekki lét hún nægja að styrkja Pál fjárhags- lega, heldur átti hún einnig þátt í stofnun kirkjunnar í Filippí, þar sem hún opnaði heimili sitt fyrir hinum trúuðu (Postulasagan 16:40). Önnur kona, sem skipaði mikilvægan sess í frumkirkj- unni, var Priskilla. Hún og mað- ur hennar, Akvílas, voru mikil fyrirmyndarhjón. I fjórum skiptum af sex, þar sem þessi hjón eru nefnd í Ritningunni, er nafn Priskillu á undan (Postula- sagan 18:2, 18, 26; Rómverja- bréfið 16:3; I. Korintubréf 16:19; I. Tímóteusarbréf 4:19). Af þessu hafa margir dregið þá ályktun að hlutverk Priskillu hafi verið meira áberandi í starf- inu. Allavega var starf þessara hjóna mjög mikils virði fyrir frumkirkjuna og postulinn Páll minnist þeirra oftar en einu sinni. Hver var þjónusta þeirra? Postulasagan segir frá atviki þegar trúboðinn inikli, Apóllos, kom til bæjarins. Hann var vel máli farinn, og kröftugur í þjón- ustu Guðs, en samt var eitt vandamál. Svo virtist sem hann hefði fengið óljósar upplýsingar um visst atriði í kenningunni og Priskilla og Akvílas tóku hann afsíðis til þess að útskýra það betur fyrir honum. Hér á kona þátt í að leiðrétta mikinn trúboða og hann hlýtur að hafa viðurkennt kennivald hennar, því hann tók þakklátur við til- sögninni. Rit Páls Greinilegt er að Páll viður- kenndi leiðsögn að minnsta kosti sumra kvenna í frumkirkj- unni. Samt eru nokkrir kaflar í bréfum hans, sem virðast stang- ast á við þá afstöðu og hafa oft komið á hann karlrembuorði. Þessir svokallaðir „vandakaflar“ í I. Korintubréfi 14:34-35 og I. Tímóteusarbréfi 2:12 hafa valdið miklum rökræðum á meðal kristinna manna gegnum aldirn- ar og vakið spurningar. Hefur Páll vikið frá fyrirmynd Jesú um

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.