Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.08.1987, Blaðsíða 25
Roger Larsson í Reykjavík Sænski vakningarpredikarinn Roger Larsson er væntanlegur hingað til lands í nóvember. Hann mun tala á samkomum í Neskirkju, Reykjavík dagana 10. -15. nóvemberoghefjast þær kl. 20:00 hvert kvöld. Roger Larsson hefur starfað innan Hjálpræðishersins um árabil. Fyrir nokkrum árum fékk Roger sérstaka vitjun frá Guði og urðu þá umskipti í þjón- ustu hans. Samkomur Rogers einkennast af boðun fagnaðar- erindisins með fylgjandi táknum og undrum. Honum opinberast atriði í lífi viðstaddra sem þurfa á fyrirbæn að halda. Fjöldi fólks hefur hlotið guðlega lækningu meina sinna og lausn frá andleg- um vandamálum, auk allra þeirra sem eignast hafa lifandi trú á Jesúm Krist. Það er Hjálpræðisherinn á ís- landi sem stendur að komu Rog- ers Larssons, en Hjálpræðisher- menn hafa fengið til liðs við sig margar kirkjur og kristileg fé- lög. Stjórnendur samkomanna, túlkar, söngfólk og aðrir starfs- menn koma því víða að úr hinum ýmsu kristnu samfélögum. Rog- er Larsson er vanur að efna til víðtæks samstarfs meðal krist- inna kirkna hvar sem hann kem- ur. Þess má og vænta að þessi heimsókn verði slíkur viðburður að ekki veiti af liðstyrk hinna mörgu. Fólki er bent á að mæta tíman- lega á samkomurnar vilji það tryggja sér gott sæti Námskeið um safnaðarvöxt Dagana 15. - 20. september sl. var haldið námskeið um safn- aðavöxt (Church Growth) á veg- um Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Kennari var Frank Matre frá Noregi, rektor Menighetsbibel- skolen í Sandefjord. Matre þjónaði sem kristniboði í Zaire og hefur verið forstöðumaður Hvítasunnusafnaða í Noregi, m.a. Salem í Osló. Frank M. Matre fór í doktorsnám við Ful- ler Theological Seminary í Kali- forníu og rannsakaði vöxt kirkna og safnaða. Doktorsrit- gerð Matres fjallar um þróun norsku hvítasunnuhreyfingar- innar. Námskeiðið í Reykjavík var tvískipt. Fyrri hlutinn var ætlað- ur öldungum og forstöðumönn- um en seinni hlutinn almennu safnaðarfólki. Þátttakendur komu úr flestum Hvítasunnu- söfnuðum á Islandi og mæltist kennslan mjög vel fyrir. Fyrir- lestrarnir voru hljóðritaðir. Frank Matre hefur skrifað að- gengilega bók „Som en mektig flod", sem fjallar um safnaða- vöxt og starfsaðferðir í safnaða- starfi. Hægt er að fá bók hans í Versluninni Jötu og kostar hún 500 krónur. Einnig eru fáanleg- ar enskar bækur um sama efni. Verslunin sér og um að selja hljóðritanir af fyrirlestrunum.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.