Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 7

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 7
HEIMILISVINURINN 7 alt, sem í þeim er; það er arfur eftir manninn þinn“. Hún tók við lyklunum og sat sorgbitin hjá föður sínum deyjandi. Þess var skamt að bíða, að hún yrði að horfa á það, að lík föður hennar væri brent til ösku, á þessum heilaga stsð. Nú var hún einmana. Og berandi harm sinn í hljóði slóst hún í för með nokkrum öðrum pílagrímum og hélt aftur heim til átthaga sinna, Árið eftir gjörði hún ekki annað en að lesa hinar helgu bækur Indverjanna, Shasira, af kappi. I þeim bókum las hún hina dapurlegu og rauna- legu sögu indversku trúarbragðanna. Hún las þar frásagnir um alla helgistaði Indverja, og fyrirheiti þau, sem gefin eru hverjum þeim, sem sækja þá heim. Þar stóð líka fyrirheiti um fyrirgefningu þeirrar syndar, sem veldur ekkjudómi. En þung var krafan; það var hvorki meira né minna en það, að hver ekkja yrði að sækja heim og biðjast íyrir í fjórum hinum mestu helgistöðum Indverja, sem standa á yztu endimörkum Indlands í austri, norðri, suðri og vestri. Chundra Lela einsetti sér nú að gjöra þetta °8 alt annað, sem kraflst var í hinum helgu bókum. Hún gjörði sér þá langan og mjóan poka og lot í hann alt það gull, sem var í skríninu, sem hán hafði erft eftir mann sinn. Pokann batt hún Svo um sig miðja; fatnaði svo marga, sem hún §at haft með sér, batt hún í bagga. Síðan kallaði

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.