Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Síða 8
s
HEIMILISVINURINN
hún til sín tvær af þernum sínum, þær er hún
treysti bezt, og trúði þeim fyrir leyndarmáli sínu,
og leiddi þeim fyrir sjónir blessun þá hina miklu,
er þær mundu hljóta af því, ef þær vildu fylgja
henni á ferðum hennar. Þær féllust á það með
henni. Bræður hennar tveir og systur hennar og
stjúpmæður bjuggu í sama húsinu. Nóttina, sem
hún læddist á burt, sváfu þau í náðum; hóf hún
svo sína hátíðlegu pílagrímsgöngu til að leita að
guði og finna hann.
Heilá viku voru þær að komast yfir fjöllin há
og hrikaleg niður á láglendið hinu meginn. Þar
voru engar járnbrautir; Chundra Lela gekk þangað
til hún var orðin yfirkomin af þreytu; þá leigði
hún sér kerru, sem uxar gengu fyrir, og hvíldi sig
svo á meðan.
En hvort sem hún fór fótgangandi eða ók í
vagni á braufunum, þá taldi hún án afláts perl-
urnar á rósalinda sínum og hóf upp aftur og aftur
ákall sitt til guðanna og svardaga við þá; mundi
hún þá formála utan að úr Yeda-bókunum og
öðrum helgum bókum.
Hún laugaði sig í hverju helgu fljóti og baðst
fyrir í hverjum helgistað, sem var á vegi hennar.
Þegar hún var á leiðinni til hins fyrsta helgistað-
ar, sótti hún heim borgina Kalkútta. Hún laugaði
sig í Ganges-fljótinu og baðst fyrir i Kalighat,
musterinu mikla, sem Kalkútta dregur nafn af.
Árið áður hafði hún farið sömu brautir með föður