Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 11
HEIMILISVINURINN n
°g er hann hafði beðið brjár vikur, þá stóðst hann
ekki lengur mátið, heldur lagði af stað til að sjá
líkneskið. Smiðurinn hvarf þá burt frá hálfloknu
verki og tók aldrei til þess aítur. Þess vegna
vanta fæturnar á skurðgoðið og þar af koma hand-
^ggjastúfarnir. Konungur varð æði skelkaður, en
af þvi að honum tókst að komast yfir beinin úr
guðinum Krishna, þá setti hann þau innan í líkn-
^skið og þess vegna varð það, þrátt fyrir afskræmis-
fega útlitið, eitthvert frægasta skurðgoðslíkneskið á
Indiandi.
Musterið sjálft er skrautlegt. Landið um-
.hverfis það er talið heilagt, átta milur út frá því
á alla vegu, og helgað guðinum; það er bústaður
hans. Á hátíð þeirri, er haldin er Jagannath til
heiðurs, streymir þangað óteijandi skari pílagríma
hr öllum héruðum á Indlandi. Þeir veslings menn
verða. að þola hinar skelfilegustu þrengingar; allur
fjöldi þeirra deyr á leiðinni af sjúkdómum eða
hungri; en þó eru þeir miklu fleiri, sem farast á
tessum voðastað, þegar þeir loks hafa komist
bangað.
Meðan á hátíðinni stendur, er guðinn tekinn
úr musterinu, ásamt líkneskjunum af bræðrum
hans og systrum. Líkneskin eru dregin upp í
*eipi, sem brugðið er um hálsinn á þeim; síðan
®ru þau sett í vagn og látin standa þar upprétt.
^agninn er stór og eins og turn í laginu, oft
hrjátiu til fjörutíu feta hár; utan er hann allur