Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 14
'4
HEIMILISVINURINN
inlandsins og eyjarinnar Ceylon, með aðstoð apa-
guðsins Hanumans og alls þess apahers, er hon-
um fylgir; var þá Ram á leið til Ceylon til að
frelsa hina fögru eiginkonu sína, Sita. Sú frásaga
er skráð í Ramayana, þeim af helgihókum Indverja,
sem þeir hafa mestar mætur á.
Ram var konungssonur. Konungur sá átti
margar konur og fjöldann allan af ríkiserfingjum.
Rn Ram, sem var yndi og eftirlæti föður síns og
þjóðarinnar, var til konungs tekinn. Af þessu risu
megnar deilur, eins og vant er að vera, þegar
slíkt kemur fyrir. Ram var mjög heilagur maður;
hann vildi forðast alla misklið og flýði því til skóg-
ar; þar vildi hann búa í næði með hinni elskuðu
eiginkonu sinni, Sita.
Þessi forkunnarfríða kona kveikti ástir hjá
guðum og mönnum; voru margar tilraunir gjörðar
til að lokka hana frá eiginmanni sínum. En hún
bar órjúfanlega trygð til hans og þjónaði honum
og heiðraði hann, eins og hann væri guð.
Einn af meðbiðlum Rama var hinn mikli
Ravana konungur í Ceylon. Einu sinni brá hann
sér í förumannsgerfi og sótti Síta heim, þar sem
hún bjó í laufskála sínum; hún var þá ein heima,
því Ram höfðu verið gerðar ginningar og látinn
elta villidýr, sem komið hafði í skotfæri. Ör hans
hitti ekki dýrið, en af því að hungrið svarf að
honum, þá tók hann að elta það. Áður en hann
gengi burt úr skálanum, þá afmarkaði hann hring