Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 17

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 17
HEIMILISVINTRINN 17 væri að kveikja á kyndlinum, þá skyldu þeir sleppa syndaseggnum lausum. Allir sem við voru staddir, féllust á þessa uppástungu, og það var gjört óðara. En er kynd- illinn tók að loga, stökk apinn fram og aftur um hrísgrjónaekrurnar, svo að kornið fullsprottið stóð í ljósum loga. Því næst klifraði hann upp á hús- in og stökk svo þak af þaki, og kveikti í tjöru- bræddum þökunum. En er alt stóð í björtu báli, Þá tók hann skottið milli handa sér og blés á kyndilinn og siökti hann. En svo gáði hann þess ekki, að hann hafði orðið sótugur á lófunum og strauk sér með þeim í framan, svo að hann varð kolsvartur; síðan hefir þessi grái api, með svarta andlitið og iöngu rófuna, verið tilbeðinn og göfg- aður um alt Indland af mörgum miljónum manna. Þegar Hanunan koin heim, kvaddi hann sam- an sinn apaher; var öllu því liði haldið til Ceylon úndir forustu Rams, til að frelsa Sítu hina fögru °g flytja hana heim aftur. Aparnir fyltu þá upp sundið milli Ceyion og meginlands með stórbjörg- Uln, er þeir vörpuðu út í sjóinn; varð þar af flóð- garður, er Ram gat gengið eftir þurrum fótum með sinu dygga hjálparliði. Sló nú í mikinn bardaga; 611 svo lauk, að Ram og þeir félagar höfðu Sítu á ðúrt með sér, og tók Ram svo aftur við konu sinni, °g skildu þau aldrei síðan. Svona er nú sagan af Ram, sem hver rétt-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.