Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 27

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 27
HEIMILISVINURINN =7 á hendi. En jafnframt kendi fóstri og fræðari konungssonanna henni að lesa Bengali og Oriya (tungu þá, er töluð var í Orissa). Allir auðsýndu henni hina mestu lotningu, konungurinn og drotn- 'ngin beygðu sig enda fyrir henni með iotningu á hverjum morgni og hverju kvöldi. Svona lifði hún SJÖ ár i allsnægtum og naut hinnar mestu virðing- ar. j>á dó konungurinn, og hin tignasta af drotn- 'ngum hans og elzti sonur konungs tók við ríki. Nú var Chundra Lela 28 ára gömul. Þrátt fyrir alt það far, sem hún hafði gjört sér um það, að Miðka reiði guðanna, þá hafði hún ekki fundið hvíld eða þann frið, sem hjarta hennar sárþyrsti aftir. Hún fastréð þá með sér að gjöra nýja til- *'aun, hina síðustu. Hana fýsti á burt frá hirðinni; en til þess hún fengi orlof konungs, þá skrökvaði hún að konungi, kvaðst ætla heim til ættlands sins. Að skilnaði gaf konungur henni 25 rúpíur (ca. 32 krónur). En í stað þess að hverfa heim, hóf Chundra Lela nýja pilagrímsferð. Nú hafði hún ásett sér að verja þremur árum til líkamlegra meinlætinga, Wl yfirbótar við guðina. Hverja þá sjálfspíningu, Setn til var tekin í hinum helgu bókum, vildi hún ^ sig leggja, til að öðiast hylli guðanna. Hún ferðaðist nú til Ramgunge og gekk i hóp 'beinlætamanna þar. Hún vildi vera ein í þeirra Wlu. Hún stráði ösku um allan sinn líkama, og Utálaði andlitið á sér rautt og hvítt, að sið mein-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.