Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 29
HEIMILISVINURINN
39
tjörn, svo að vatnið tók upp í háls. Ilún taldi
Perlurnar á hálsbandinu óaflátlega frá dagsetri til
aftureldingar.
Þegar Chundra Lela sagði seinna meir þenn-
an þáttinn af æfisögu sinni, þá sagði hún: „Eng-
'nn veit, hvað þessar nætur vóru langar og hvað
ög tók út, þegar ég var að bíða eftir morgunsár-
'nu. Á hálsbandinu vóru hundrað og átta perlur.
Fyrir hverja perlu ákallaði ég nafn einhvers guðs;
nieð annari hendinni taldi ég, hvað margar um-
íerðir ég fór á bandinu (með því að færa þumal-
flngurinn frá einni perlu til annarar, eins og Ind
verjar eru vanir að telja). Á einni nóttu tókst mér
a5 fara þúsund umferðir á bandinu og nefndi því
nöfn guðdómsins hundrað og átta þúsund sinnum.
Eg starði til austurs eftir hinum fyrsta Ijósgeisla
°g mér fanst eins og nóttin ætlaði aldrei enda að
taka. Yið aftureldingu skreið ég upp úr vatn-
'nu, eins fljótt eins og mínir hálfstirðnuðu limir
gátu borið mig. Svo lagðist ég endilöng á jörð-
•na og teygði úr mér, þar sem ég átti að sitja
aUan daginn og tilbiðja líkneskju guðsins. Oft var
kað, að ég sofnaði sitjandi. Ég kallaði á Ram
nætur og daga, og aldrei gegndi hann mér. En
hvað ég varð að þola til þess að finna guð.“
Á þessum árum kom hvorki salt, hrís-
grjón eða nokkur annar kornmatur inn fyrir var-
lr hennar; hún lifði eingöngu af ávöxtum sem hún
flutti með sér. Þegar hún féll fram fyrir líkneski