Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 32

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 32
3* HEIMILISVINURINN •sjálfa sig, eins og að undanförnu. Hún hélt líka dætrum Bramaprestanna veizlu og gaf líkneski guðsins gull í fórnargjöf. Þegar nú þessi merkis- ■dagur loksins rann upp, þá gekk hún snemma um morguninn til hofsins, til að biðjast fyrir og vera sjónarvottur að því, er blóðið streymdi út úr líkn- eskinu. Prestur vildi verða laus við hana. „Þú kemur of snemma dagsins“, sagði hann, „þú verð- ið að ganga burtu og koma aftur, er ég kalla á þig ásamt öllum hinum.“ Hún gegndi því, en kom aftur fyr en hann hafði búist, við. Hún kom að honum, er hann var að dýfa dúknum í blóðið, -en — það streymdi ekki úr líkneskjunni, heldur úr geitarkiðlingi, sem hann hafði slátrað til sömu afnota. Mörg hundruð manna fengu seinna um daginn stykki af þessum undursamlega dúki, þeir trúðu lygum prestsins og greiddu fyrir það, eins eins og hann setti upp. Chundra Lela vildi ekki veita dúkstykkinu viðtöku. Þegar hún sá þessi svik, þá fyltist hún megnustu andstygð á öllu saman; eftir þetta fór hún að njósna um ann- að fals af líku tagi. Prestarnir á sama helgistaðnum höfðu líka sagt henni, að ef hún héti dætrum þeirra einu eða öðru, en færi svo burt, að hún efndi það ekki, þá skyldi tígrisdýr verða á vegi hennar, ei' kæmi út úr skóginum, til að rífa hana í sig- Hún fastréði þá líka, að reyna sannindi þessarar spásagnar. Seinna meir sagði hún sjálf svo frá: „Ég beitti brögðum til að fá að vita, hvort prest-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.