Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 33

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 33
HEIMILISVINURINN 33 arnir hefðu sagt satt eða logið. Eg leitaði uppi tvær af dætrum þeirra og hét að gefa hvorri fyrir sig öklaspennur og nýjan búning. En svo fór ég, að ég efndi það ekki, því ég hugsaði með mér. Það fer þó aldrei ver en svo, að ég verð tekin af lífi. Þegar ég var komin út fyrir borgina, varð fyrir mér einstigi það, er iiggur i gegnum frum- skógarkjarrið. Alt af var ég að skygnast um eftir tígrisdýrinu, er ráðast myndi á mig. Við hvert hljóð, sem ég heyrði, var sem blóðið stöðvaðist í æðum mér. Ég gekk og gekk þennan eyðiveg, en ekki kom nokkurt tígrisdýr. Og svo tók ég að gera mér í hugarlund, að prestarnir væru lygara- flokkur í stað þess að vera heilagir menn. Þaðan hélt hún til næsta helgistaðar í öðru konungsríkí. Ekki var öðrum leyfð aðganga i þeim helgidóm, en þeim, sem komu með alveg sérstak- ar fórnargjafir. Chundra Lela gaf konunginum fiýrmætustu og kærkomnustu fórnargjöfina, sem unt var að gefa, saltmola og lítið eitt af svefn- jurtarsafa (ópíum). Almúgafólk á Indlandi hafði í þá daga ekki efni á að brúka salt. Helgistaður- inn var Purshu Bam, staðurinn, þar sem Ram hafði myrt móður sína. Henni var sýndur högg- stökkurinn, er höfuð hennar hvíldi á, er hún var hálshöggvin; Chundra Lela þakti hann blómum og haðst fyrir á þessum stað. En henni ofbauð á- seilni Bramaprestanna. Þegar hún hafði fært þeim venjulega fórn, þrifu þeir i fötin, sem hún var í

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.