Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 37

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 37
HEIMILISVINURINN 37 Fjötrarnir slitna. Chundra Lela sneri nú aftur til Midnapúr. t“ar hafði hún safnað að sér heilum hóp af læri- sveinum. Einn þeirra var dálítill drengur, sem hún hafði fengið mikla ást á; en svo stóð á, að hann var orðinn lærisveinn hennar, eins og hér Segir; Einu sinhi gekk kona til hennar, hneigði sig djúpt og kysti öskuna af fótum hennar. Síðan dælti hún: „Eitt eí það, sem veldur mér mik- illar áhyggju. Ég er barnlaus og maðurinn minn vfll taka sér aðra konu, ef ég á honum ekki son. Hvaða fórn á ég nú að færa til þess ég geti orðið móðir?" „Ég veit ekki, hvaða fórn þú átt að færa til sð öðlast þessa blessun, kæra systir", svaraði Chundra Lela. „Ég þekki rót, sem iækningakraptur ei' í fólginn, en engin kyngi. Ef það er sjúkleiki eða líkamlegur veikleiki, sem veldur því, að þú ei't óbyrja, þá getur þessi lækningarjurt gjört þig hrausta, og þá hittirðu á óskastundina". Konan V£11'ð sárfegin þessu heilræði; hún neytti meðals- ins og eignaðist son, eins og hún hafði óskað sér. Sveinninn var þegar fenginn Chundra Lela til fósturs og kenslu. Þegar hún nú aftur fór til Kalkútta, þá fékk hún orðsendingu frá þarlendum embættismanni, er opt hafði séð hana sitja við Vegjnn, annaðhvort önnum kafna við að dýrka guðina, eða við það, að kenna lærisveinum sínum.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.