Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 40

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 40
40 HEIMILISVINURINN ar gáfu henni nú biblíu og sögðu henni, aö það væri hin helga bók kristinna manna, og hana væri henni velkomið að lesa. Hún borgaði þeim átta Annas (1 kr. 50 a.) fyrir hana og hafði hana heim með sér. Upp frá þessu las hún í henní dag og nótt. Hún safnaði saman nokkrum læri- sveinum og trúboðskonum og trúaðir aðstoðar- menn þeirra kendu þeim ásamt Chundra Lela. En þó fullnægði það ekki þrá hennar; fór hún því brátt að sækja heim hús trúboðanna og þar gat hún fengið meira að heyra um Jesúm og kenn- ingu hans. Trúboðarnir lögðu mikla alúð við að kenna henni og ekki leið á löngn, áður en biblían var orðin henni svo kær, að hún lét sér ekki nægja að lesa í henni sjálf, heldur las hún lika upp úr henni fyrir lærisveinum sínum. Þegar þeir komu til hennar í því skyni, að hún, eins og fyr, læsi upp fyrir þeim Ramayana (indverskt kvæði um afrek guðsins Rama), eða heigibækurnar, og legði þær bækur út fyrir þeim, þá mælti hún: „Nei, ég vil að eins lesa fyrir yður úr nýju bókinni minni“. „Já, en hví lest þú ekki upp úr gömlu bók- unum fyrir okkur?“ „Nei“, svaraði liún, „nýja bókin mín er góð bók“. Konurnar hlýddu á með fögnuði, en menn- irnir sögðu: „Hvað er það annars, sem þú ert

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.