Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 42

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 42
42 HEIMILISVINURINN „Ertu dýilingur eða ertu syndari?" / Hún svaraði: „Faðir minn og móðir mín voru fædd í synd og ég fæddist í synd lika. Ég hefi dýrkað skurðgoð i mörgum iöndum, farið með mörg ósannindi og aðhafst marga óhæfuna. Get ég þá sagt, að ég sé góð?“ Þá spurði dr. Philips: „Þú segir, að þú hafir dýrkað öll þessi skurðgoð — hefirðu þá fengið fyrirgefningu syndar þinnar?" „Ég hefi dýrkað öll þau skurðgoð, sem ég hefi þekt. Ég hefi farið allar pílagrímsferðir og gjört alt, sem trúarbrögð Indverja heimta; en ég veit ekki til, að ég hafi fengið fyrirgefningu og frið hefi ég ekki öðlast." „Geta þessi skurðgoð þá ekki fyrirgefið syndir?" spurði dr. Philips. „Ef þau geta það ekki, hvern- ig geturðu þá fengið fyrirgefningu?" þá svaraði hún: „Ég hefi nú lesið um Jesú, að hann sé frels- arinn, sem geti fyrirgefið mér og bjargað mér. Og af því ég trúi því, þá langar mig til að verða kristin". Þá spurði Júlia: „Þú hefir séð mörg af must- erum indversku guðanna, en hefirðu nokkurntíma séð kirkju vora?“ „Nei“, svaraði hún, ég hefi aldrei kornið í kristið musteri; hve nær má ég koma þangað?“ „Við höldum guðsþjónustu síðdegis á morgun, viltu þá koma?“

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.