Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 43

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 43
HEIMILISVINURINN 43 Og nú skulum vér láta Chundra Lela sjálfa segja frá fyrstu kyrkjugöngunni hennar: „Ég gekk í kyrkjuna á nefndum tíma. Mér var farið að vaxa hár aftur og það var orðið svo sítt, að það féll á herðar niður- Enn þá bar ég mittisdúkinn og var nakin niður að beltisstað; en þegar ég gekk i kyrkjuna, þá kastaði ég faldi dúks- ins yfir höfuð mér og yflr brjóstið á mér. Dr. Philips stóð í prédikunarstólnum. Af vörum hans heyrði ég fyrstu prédikunina. Ó, sú prédikun! Meðan ég sat og hlustaði, barðist í mér hjartað og ég fann, að nú hafði ég fundið það, sem ég hafði lengi -eftir leitað. Það varð þegar minn einlægur ásetningur að kasta Bramatrúnni og öll- um þeim grimmilegu svikum, sem í henni eru“. Að guðsþjónustunni lokinni kom dr. Philips og þarlendur prestur til mín. Ég sagði við dr. Philips: „Herra ég vil svo gjarna taka skírn“. Hann svaraði: „Ef þú verður kristin, þá liggja miklar þrengingar fyrir þér. Vandamenn þinir munu útskúfa þér og hvað tekurðu þá til bragðs?" Eg svaraði: „Mun sá guð, sem fæðir fuglana, ekki líka fæða mig? Mun hann, sem skapaði uiunninn, ekki ieggja til fæðuna í hann líka? Guð her umhyggju fyrir mér — ég er óhrædd“. Nú fékk hann fyrst að vita, hvað ég hét. Frá kyrkjunni gekk ég aftur heim til mín, en ég gat hvorki soflð né notið hvíldar. Ég lá marga nótt-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.