Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 44

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 44
44 HEIMILISVINURINN ina vakandi og var eingöngu að velta því fyrir mér, hvort ég myndi nú ekki bráðum fá að verða' ambátt drottins". Alla næstu vikuna þá hún tiisögn að vanda. Þá gekk hún á fund dr. Philips og sagði, að hún vildi nú gjarna fara að búa sig undir að segja skilið við indversku vinina sína. Hún sagði hon- um, að hún ætti eirker og fáeina peninga hjá vini sínum einum, er byggi eigi allskamt þaðan og spurði, hvort það myndi vera rétt að sækja það. Dr. Philips svaraði: „Ef þú fer þangað, þá er ég hræddur um, að Satan hvisli að þér: „Taktu pen- inga þína og vertu hér kyr!“ Og svo sleppir hann þér, ef tii vill. aldrei aftur“. „Þá vil ég heldur ekki fara þangað", mælti Chundra Leia. Hún sagði honum nú frá öllum skurðgoða- likneskjunum, sem hún hefði haft með sér á píla- grímsferðunum öllum, og að hún hefði borið þær og allar sínar sínar bækur heim til fátæks Ind- verja. Dr. Philips réð henni til að sækja þær, og fékk henni gamla konu til fyigdar. Hún tók nú bæði hkneskin og bækurnar með sér heim í bú- staðinn sinn, sem var í húsinu, þar sem lærisveinn hennar bjó. Sambýlisfólkið spurði hana, hvort hún hefði i huga að fara að tilbiðja skurðgoð sín aftur, og hvort hún hefði haft þau heim með sér í því skyni. „Nei“, svaraði hún, „öllu slíku hefi ég slept fyrir löngu síðan“.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.