Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 46

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 46
46 HEIMILISVINURINN síðasta skiftið, sem Chundaa Lela reykti tóbak, þó að henni hefði áður þótt það gott. Sonur konungsins, sem bjó í höllinni, þar sem Chundra Lela hafði verið prestur í í sjö ár, og bjó 4 mílur frá Midnapúr, heyrði að hún væri tekin að hafa mök við kristna menn. Hann sendi þá þegar menn á fund hennar, er höfðu með sér fíl og á fílnum átti hún að koma með þeim aftur. Sendimennirnir heyrðu sagt, að hún hefði sagt sig úr sinni stétt; sneru þeir þá aftur svo, að þeir hittu hana ekki. Seinna meir kom Chnndra Lela til hallar konungs, veitti honum fræðslu í biblíunni og boðaði Krist fyrir honum og hirð hans. kon- ungur þessi myndi hafa orðið kristinn opinberlega, ef ekki hefði aftrað honum óttinn fyrir þvi, að hann myndi missa þegna sína og stöðu sína. Eftir það að Chundra Lela hafði sagt sig úr stétt sinni, þá bjó hún mánaðartíma í húsi ind- verska prestsins og borgaði konunni, sem gaf henni hrísgrjón til matar, fimm rúpíur (5 kr. 40 a). Mestum hluta þessa tíma varði hún til að lesa í biblíunni og gjöra sér grein fyrir hinum kristilegu trúarlærdómum. En svo rann upp dagur, ógleymanlegasti dag- urinn í lifi Chundra Lela, seVu svo margir lofuðu guð fyrir síðar. Það var sá dagur, er dr. Philips skírði hana í viðurvist mikils mannsafnaðar. Guð hafði ætlað honum þá miklu gleði, að framkvæma þá athöfn, er leysti slíka konu úr þrældómi heiðninnar.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.