Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 47

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 47
HEIMILISVINURINN 47 Cliundra Lela prédikar og safnar fé. Eftir skírnina var Chundra Lela send út með óðrum trúboðskonum til bess að veita tilsögn í indverskum skólum og í dyngjum indverskra kvenna (zenana). Trúboðskonum er leyfð aðganga að þoim, til þess að kenna kvenfólkinu indverska að lesa; en trúboðskonurnar gjöra ekki kost á sér til þess, nema þær megi í hvert skifti lesa og út- skýra kafla úr biblíunni fyrir nemendum sínum. En Chundra Lela hafði ekki eirð í sér til þess að kenna börnum og konum að stafa; hún fór að óyrja á því að ganga hús úr húsi með biblíuna sína í hendinni og prédika og mikill mannfjöldi fylgdi henni, er þyrptist saman á götunum til að hlusta á hana. Hún gaf sér varla tíma til að borða eða hvíla sig allan liðlangan daginn, heldur var það venja hennar að matreiða handa sér og borða á nóttunni. Þegar trúboðarnir sáu þetta, þá ^étu þeir hana sjálfráða um að vinna það, sem hún kaus sér. Fyrstu þrjú árin eftir skírnina, hafðist hún við í Midnapúr og þar umhverfis og vitnaði alstaðar um Kríst, þar sem hún kom. Að tveimur árum liðnum kom bróðir hennar þangað °g margir aðrir frá Nepal; allir voru þeir á píla- grímsför til Jagannath. Hann nam staðar á leið- umi, til að heimsækja systur sína. Hann dvaldi tvær vikur í Midnapúr og var löngum samvistum við hana, en bjó þó og borðaði í sérstöku húsi. Hann drakk nú í sig hina indælu kenningu Krists

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.