Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 50

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 50
5° HEIMILISVINURINN lausa og matarlausa. Þegar þú varst Brama-hof- gyðja, gáfu menn þér mat., en nú gjöra þeir það ekki lengur, og þá verður þú að svelta. Gætirðu ekki tekið með þér bókapoka til að seija þær á leíðinni og lifa svo á peningunum?“ Chundra Lela samsinti þessu, en var þó auð- sjáanlega á báðum áttum. Svo lagði hún af stað með bókapokann. Hún seldi fáeinar bækur, en svo kom hún á sölutorg, fult af fólki; þá varð hún aftur svo áköf að prédika, að hún gleymdi alveg bókunum og þá var þeim náttúrlega stolið frá henni. Þegar hún kom aftur, fór hún aftur til fundar við dr. Philips, fékk hon- um tómann pokann og sagði honum, hvernig far- ið hefði. „Herra“, sagði hún; „ég er ónýt tii að hafa þessi störf á hendi. Mér er ekkert annað starf ætlað en að boða fagnaðarerindið". Þá væri vel, ef allir sendiboðar Krists vissu eins skýlaust og nákvæmlega, hvað þeir ættu að gjöra! Vinir hennar báðu hana nú afdráttarlaust, að hafa með sér dáiítið af peningum, þegar hún væri á ferðum fyrir mat og aðrar nauðsynjar. Drottinn blés henni þ ví í brjóst, að hún skyldi koma í hvert þorp í héraðinu Midnapúr og prédika um Krist í hverju húsi, því hann vildi, að sá góði boðskapur skyldi, ef unt væri, boðast hverri sál í því umdæmi. Hún ferðaðist þess vegna fram og aftur, biðjandi og prédikandi, og að ses mánuðum liðnum hafði henni í sannleika tekist að komast

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.