Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 53

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 53
HEIMILISVINURINN 53 gjörðir, þegar hún lifði meinlætalífinu. Nú las hún í biblíunni og talaði um Jesús. Það fékk mjög á son drotningarinnar, þegar hann þekti hana aftur, Þrátt fyrir alla breytinguna, sem á henni hafði orðið, þá mælti hann: sÞegar við sáum þig síð- ast, þá satst þú á jörðunni og fimm bál brunnu kringum þig og þú tilbaðst skurðgoðin án afláts. Nú kemur þú með aðra bók og segir, að þú hafir fundið frelsarann. Segðu mér hvað þessari breyt- ingu veldur“. Hún sagði þeim nú frá, hve sár vonbrigðin hefðu orðið, þegar hún var búin að leita til botns í Brama-trúnni, og fann þó ekkert. En nú hafði hún fundið hvíld og frið í trúnni á Jesúm Krist. Margir hlýddu á ræðu hennar og trúðu sannleik- anum, en gátu samt ekki fengið af sér að leggja á sig það ok, sem því fylgir, að játa Krist. Hún fór nú til ættjarðar sinnar; haíði hún nú ekki séð hana í 25 ár. Þangað mega ekki kristnir trúboðar koma, en nú prédikaði Chundra Lela um Krist, hvar sem hún kom. Hún var stödd á þeirri trúarlegu samkomu, er nefndist Barachata Mela; sótti þangað fólk frá öllum héruðum landsins. Þar vitnaði hún um Krist fyrir hverjum manni, sem varð á vegi hennar og hún útbýtti einstökum bókum úr ritningunni og öðrum smápésum; breiddust þau rit svo út um alt land með pílagrímunum, er þeir komu heim aftur. En er hún var að þessu verki, Þá var hún tekin höndum af lögregluþjónunum og

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.