Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 55

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 55
HEIMILISVINURINN SS „Já, bróðir minn, ég veit, að hann muni veita þér viðtöku nú á þessari stundu. Gefurðu þig með lífi og sálu á hans vald?“ „Já, það giöri ég, og ég trúi, að Jesús vilji frelsa mig. Ó, hvað ég vildi óska, að ég gæti fengið skírn! “ „Já, en hér er enginn trúboði; það er ekki einn einasti trúboði til í öllu þessu landi“, sagði Chundra Jjela með hryggu bragði, „og ég get ekki fengið neinn hingað svo langt að“. „Nei, það geturðu ekki, því að tíminn myndi ekki hrökkva til. En — Læla, þú ert kristin og þú prédikar fagnaðarboðskapinn, hvers vegna getur þú ekki skírt mig? Mig langar svo til að deyja ekki fyr en ég hefi tekið skírn“. Chundra Lela hugsaði sig um stundarkorn. Þá varð henni litið framan í bróður sinn, sem henni var svo ástfólginn, og þá mintist hún þess, hve oft hún hafði beðið fyrir honum, að hann mætti verða hólpinn. „Sannarlega- reiðist guð mér ekki, þó að ég gjöri það. Fyrst óg nú hefi framið alls konar prestsþjónustu fyrir skurðgoðunum, þá get ég sjálfsagt líka gjört það fyrir hinum sanna guði“. Hún gekk hægt og hljótt út úr herberginu eg kom aftur inn með koparskál fulla af vatni. Hún setti skálina á gólfið, kraup síðan á kné hjá rúmi bróður síns og úthelti hjarta sínu í innilegri bæn til guðs um það, að hann vildi frelsa bróður hennar og blessa það vatn, er hann ætti að skír-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.