Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 56

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 56
5« HEIMILISVINURINN ast með og fylla hann heilögum anda. Og krjúp- andi tók hún skálina, dýfði hendinni í vatnið og helti því yfir höfuð bróður sínum og sagði um leið: „Bróðir minn, ég skíri þig í nafni föðursins, son- arins og heilags anda“. Þegar hún stóð upp, þá lagðist djúpur friður yfir andlit bróður hennar og hann brosti af gleði. Nú var hann ekki heiðingi lengur, heldur kristinn maður. Fám dögum síðar komu englarnir og báru hann heim. Vinir hans hinir heiðnu bjuggust nú til að brenna lik hans, eins og siður er til með heiðingjum. En Chundra Lela bað guð þess nú heitt og hjartanlega, að bróðir hennar mætti fá útför kristins manns. Það dugði ekki, þó að hún sárbændi vini hans um það. Þeir svöruðu: „Þó að þú sért kristin, þá viljum vér ekki allir vera það“. „Já, en bróðir minn var kristinn og dó kristilega;“ og svo sagði hún þeim alt, sem fram hafði farið við banasæng hans. Samt synjuðu þeir henni um það, er hún beiddist. En hún hélt áfram að biðjft og fulltreysti því, að guð vildi veita henni þetta, sem hún bað um svo heitt. Þetta var í byrjun regntímans' Það var þegar farið að rigna allmikið, en nú tók regnið að streyma niður. Líkið var búið undir bálförina og flutt þangað, er það skyldi brenna. Chundra Lela íylgdi mannfjöldanum og sárbændi guð um það, að leyfa ekki að lík bróður hennar væri brent. Bálköstur- inn var nær aliur á floti í vatninu og alt af helti

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.