Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Blaðsíða 57
HEIMILISVINURINN
57
úr loftinu. Þeir lögðu líkið á bálið og reyndu að
kveikja í, en það tókst ekki. Regninu vildi ekki
slota og vatnið flaut yfir bálköstinn. Af því nú
var að kveldi komið, þá gekk Chundra Lela fram
og sagði: „Vinir mínir! getið þór ekki séð, að
guð vill ekki láta brenna börnin sín, eins og Ind-
verjarnir gjöra. Hann hefir heyrt bænir mínar og
sendir regnið til að koma í veg fyrir áform yðar.
Fáið mér þstta dýrmæta lík í hendur, svo að drott-
inn beiti ekki öðrum öflugri ráðum til að knýja
yður til þess“. Þeir létu þá undan og fylgdu
Chundra Lela; lét hún bera líkið burt þaðan og
grafa gröf; var svo líki bróður hennar sökt niður
í gröfina að kristnum sið.
Þrjátíu ára starfsemi.
Chundra Lela var nú orðin verkamaður drott-
ins, og náð guðs hvíldi yfir henni. Priðurinn einn,
hinn kyrláti og djúpi, sem hvíldi yfir ásjónu henn-
ur, dró menn að henni. Hún var ekki ein af þeim,
sem bíða eftir ráðum og aðstoð annara, heldur fór
hún, þegar drottinn kallaði hana, dag eftir dag frá
sólarupprás til dagseturs og flutti fagnaðarboðskap-
inn, hvar sem hún kom. Einn daginn mátti sjá
hana sitja við fætur þarlendrar drotningar og lesa
fyrir henni í bibliunni og öðrum konum í höilinui;
öæsta dag er hún stödd á sölutorginu og pródikar
þar fyrir mannfjöldanum, sem streymir fram og
aftur. Og í enn annað skifti mátti sjá hann ganga