Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 58

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 58
58 HEIMILISVINURINN inn í hús, þar sem þarlendir menn höfðu safnast saman; hún gaf því engan gaum, þótt sumir reidd- ust og aðrir hæddust að henni, heldur settist hún á góifið, eins og henni var kærast og hóf ræðu sina til þeirra. Fyrst er þeim næst skapi að gera gys að henni, en brátt verða þeir hugfangnir af ræðu hennar og gleyma því, að hún er kona, því með þeim lærdómi, sem vekur undrun allra, getur hún iesið upp úr sér eftir minni blaðsíðu eftir blaðsíðu í helgibókunum þeirra sjálfra. Þá eru þeir vanir að hópast saman og setjast á gólfið í kring um hana og hún getur dregið að sér athygli þeirra tímum saman, meðan hún er að tala við þá um tómleikann og gloppurnar í trúarbrögðum þeirra. Og svo leiðir hún Jesús þeim fyrir sjónir, með svo brennandi kærleika, að hjá þeim vaknar iöng- un til að þekkja hnnn. Það er ekki iangt síðan, að hún var á kristni- boðsferð með nokkrum öðrum trúboðskonum og bibliulesurum. Fjöldi manna var saman kominn. Þegar Chundra Lela hafði iokið ræðu sinni, þar sem bún rakti hinar sterkustu sannanir kristin- dóminum til varnar, þá sagði einn af trúboðunum við Indverja, sem stóð honum næst: „Finst þér, að hægt sé að hafa nokkuð á móti svona kröftug- um sannleika?" Þá mælti Indverjinn: „Ó, þessar konur vita ekkert. Biddu við dálítið, þá skaltu fá að heyra, hvað presturinn okkar hefir að segja“. Og síðan

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.