Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Síða 62
Ó2
HEIMILISVINURINN
inn í tólf ár, og er kennari við enska trúboðsskól-
ann hér í bænum“.
Chundra Lela varð himinglöð. Hún hafði aldrei
séð hann frá þeim degi, og nú stóð hann þarna
frammi fyrir henni, sannkristinn maður, í þjónustu
drottins.
„í þorpinu mínu, átta mílur héðan eru allir
Bramatrúarmenn. Heimili föður míns er fult af
skurðgoðum enn i dag. Viltu ekki fara þangað
og gjöra þeim Ijóst, að þeir lifi í lygi, og segja
þeim, hvernig þú sjálf fanst guð. Ég hefi fengið
leyfi úr skólanum tveggja vikna tíma; vertu mór
samferða og við skulum reyna að hjálpa þeim.
sem eru mér svo hjartakærir“.
Chundra Lela skildi þetta svo, að það væri
boð frá drotni og sagði: „ Já, ég vil fara með þér —
hvenær leggur þú af stað?“
„Snemma í fyrramálið".
„Það er ágætt, ég skal vera tilbúin".
Hún fór svo þangað, sem förinni var heitið
og dvaldi hálfan mánuð i þorpinu og flutti fagnaðar-
boðskapinn dag og nótt. Þangað hafði aldrei nokkur
trúboði komið. Hún varaði menn við hinni kom-
andi reiði guðs og lagði að þeim að leita hjálpar
lijá frelsaranum. Ættmenn fyigdarmanns hennar
vóru í mesta áliti þar i þorpinu. Ekkja bróður
hans sneri sér og tók trú; foreldrar hans urðu
líka mjög hrifin af kenningum þeirra, en þau
skorti djörfung til að játa Krist. Það vakti samt