Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 63

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 63
HEIMILISVINURINN 63 mikla hreyfingu, að Chundra Lela, þessi útlenda kona, bjó í húsi þeirra og breiddi út þaðan þessa rnerkilegu kenningu um allan bæinn. Bramaprest- arnir vóru alveg vitstola af gremju og réðust á Chundra Lela með illyrðum, þegar hún var að prédika á sölutorginu; kölluðu þeir hana „kristnu kjötætuna" og „afhrak veraldar". En hún svaraði: „Viljið þér þá segja, að það sé eingöngu kristnir menn, sem éta kjöt? Munið þér ekki, hvað stendur skrifað í helgibókunum yðar, að guðirnir skipuðu einu sinni Bramaprestum að fórna uxum, af því að þessi fórn og engin önnur myndi geta mýkt reiði eins af guðunum, og forða mönnum frá hefnd hans. Bramaprestarnir skipuðu hvor öðrum að éta fórnarkjötið og svo gjörðu þeir. Bramaprestar hafa því étið kjöt fórnardýra og ekki verið útskúfað að heldur, hvers vegna mega kristnir menn þá ekki éta það?“ Þeir fundu, að þeir gátu ekki lengur gripið til þessara vopna og gengu burt, og mannfjöldinn sendi þeim kveðjur, glaður yflr sigri hennar; en Bhundra Lela hélt áfram að prédika og enginn tók fram í fyrir henni eftir það. Þegar hún kom heim aftur úr förinni til að hvíla sig dálítið hjá oss hinum, þá sýndi hún oss ábreiðu, sem trúboði hafði gefið henni. „Sjáið þér“, sagði hún um leið °g hún lyfti henni upp, „hvernig vinir mínir gjöra mér erfitt fyrir. Hvernig getur flakkandi meinlæt- ingakona dregið aunað eins hlass á eftir sér?“

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.