Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 64

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 64
64 HEIMILISVINURINN Aðdáunarvert er það, hvað hún brást hyggi- lega við öllum árásum á kristindóminn og hvað hún gat tekið háði og fyrirlitningu sárreiðra mót- stöðumanna með mikilli þolinmæði. Vinur hennar einn, sagði frá því, að einu sinni hefði hann heyrt hana tala á markaði (Mela) og flytja fagnaðarerindi Krists með miklum krafti og fólkið færði sig altaf þéttara og þéttara saman kringum hana. Þá kallaði einhver af prestunum til hennar: „Ég vil berja Krist þinn með stafnum mínum!“ Þá svaraði hún blíðlega: „Hvað mikið sem þú ber Krist með stafnum þínum, }iá fer hann aldrei í moia, eins og skurð- goð þín; þú getur ekki eyðilagt vorn guð, því að hann er hvorki gjörður úr tré né steini". Meðal þeirra indverskra heimila, þar sem Chundra Lela hefir fengið að boða fagnaðarerindið, er eitt heimili, sem hún hefir leitast við að draga til guðs. Þetta heimili ætlar nú að fara að taka kristna trú. Elzti sonur húsföðursins er reiðuáúinn að láta skírast, en bíður eftir föður sínum öldruð- um, því ef hann, frumgetningurinn, yrði kristinn, en léti föður sinn vera Bramatrúar, — hver ætti þá að búa bálför hans? Það er skylda, sem altaf hvílir á elzta syninum. Chundra Lela hefir dvaiið heila daga hjá gamla manninum, og talað við hann um frelsarann; en þó að hann trúi hið innra með sér, þá vill hann ekki kasta Bramatrúnni opinber- lega. Hvernig gæti hann látið reka sig úr sinni stétt á gamals aldri og þolað allar þær ofsóknir,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.