Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 71

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 71
HEIMILISVINURINN 7* Hún varð lasin, fjekk köldu og höfuðverk; skömmu síðar sást votta fyrir hvítum bletti á brjóstinu á henni og hann stækkaði meira og meira; þá fór hún að verða kvíðafull og foreldrar hennar bjugg- ust við hinu bezta. Getur það átt sér stað, að þessi unga stúlka, sem svo margar vonir voru bundnar við og komin var svo nærri því marki, sem hún hafði kept að, sem var ástúðleg við aila og elskuð af öllum — yrði nú öllum viðbjóðsieg og rekin burt og það af nánustu ástvinum sínum? Hún var flutt til læknis. Hann skoðaði hana nákvæmlega, en foreldrarnir stóðu á meðan ang- istarfull í skapi, kvíðandi fyrir því, að heyra af hans munni það, sem þau annars vissu fullvel áður, «n iæknirinn varð hryggur í bragði. Hann reyndi að leyna geðshræringum sínum, en hann varð að segja, eins og var. „Já“, sagði hann, „dóttir yðar er holdsveik". Og litla stúlkan titraði öll frá hvirfli til iija. „Ó“, sagði hún, „get óg þá ekki lengur gengið í skólann, er engin von um það, að það sé annar sjúkdómur ?“ Hún grét eins og hjarta hennar ætlaði að springa. Foreldrarnir fóru nú með hana tll annars iæknis, sem var holdsveikislæknir ein- göngu. Hann kvað líka upp sama dóminn — dauða- hóminn, yfir henni: „Það er versta tegund af holds- veiki — nauðsyn á, að hún sje fráskilin öðrum ^önnum — hjúskapur ekki leyfilegnr"- Stúlkan fór Þaðan með sundurkramið hjarta, öll von var úti. Nokkrum vikum síðar var hún send á holds-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.