Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 72

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 72
72 HEIMILISVINURINN veikrahæli. Þar átti hún að dveija þær stundir, sem hún átti ólifaðar við óumræðilegar þjáningar innan um aðra menn, sem aliir forðuðust að hafa nokkur mök við — eins og hana sjálfa. Hún grét dag og nótt. Hvernig hefði hún nokkurn tíma átt að geta sætt sig við það líf? Yfir henni grúfði myrkur eitt og vonleysi. Trúboðarnir gátu ekki einu sinni með allri sinni blíðu huggað hana. Þarna sat hún ein með sínar beizku hugsanir og furðar á því, að nokkur sá guð geti i rauninni verið til, er heyri angistaróp manna. En hvaða hljóð er það, sem nú heyrist, gjall- andi rödd, sem rýfur kyrðina, líkt og skólabjallan í fyrri daga! Hvað á hún að þýða? Að vörmu spori kemur kallari, sem slær trumbu og kallar: „Komið út í garðinn! Hérna er kona, sem pré- dikar um Krist — komið!“ Það var um sólseturs- leytið. Og það hópaðist saman fjöldi manns. I miðjum hópnum stóð hrum kona, hvít fyrir hær- um; það var yfirnáttúrlegur kraftur í raustu henn- ar og eldur guðs heilaga anda Ijómaði af ásjónu hennar. Það var Chundra Lela. Hún var að segja þessum aumingjum frá frelsaranum, sem tek- ur burt alla synd og hreinsar öll hjört.u. Chundra Lela kom auga á veslings holdsveiku stúlkuna og ásetti sér að gera alt, sem hún gæti, til að hjálpa henni. Hún var hjá henni og bað dag og nótt fyrir sálu hennar, þangað til stúlkan lét undan og

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.