Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 75

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 75
HEIMILISVINURINN 75 byrjar fyrst með dauðanum. Banamein hans var berklaveikin, sem er talsvert algengur sjúkdómur meðal kennarastéttarinnar (á Þýskalandi) og hver, sem sá Hansen kennara, vissi að hann hlaut að eiga skamt eftir ólifað. Guð hafði gefið honum son, einan barna; hann var nú 10 ára, og það var framtíð sonarins, er lá þyngst á hjarta hins deyj- andi föður. „Yarpið allri yðar áhyggju á drottinn, því hann ber umhyggju fyrir honum'1, sagði prestur- inn. „Guð, sem er faðir föðurleysingjannu og at- hvarf og stoö ekknanna, lifir enn og hann yíir- gefur ekki sína“. „Það veit ég, prestur minn góður, og við það ■hugga eg mig; en samt get ég eigi hrundið kvíð- anum úr hjarta mér, þó ég aldrei nema viti og segi mér það einatt sjálfum, að alt vantraust sé synd. Já, ég hefi oft játað það fyrir guði mínum, en samt fær eigi hjartað mitt fundið frið". „Já, í þessu felst einmitt gallinn á kristin- dómslífi voru“, svaraði presturinn. „Allir viljum vér trúa svona blátt áfram, en kvíðinn hertekur oss, ef svo ber undir, að drottinn reynir trú vora. Kæri bróðir! Treystið drotni í öllum hlutum, og i þessu atriði getið þér öruggur gert það, því að ég tek son yðar að mér, og ég skal gera mér alt far um að veita honum það uppeldi, að hann verði sannkristinn maður". „Nei, nei, prestur minn góður“, sagði skóla-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.