Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Qupperneq 80
8o
HEIMILISVINURINN
Drengurinn fór að gráta og hugsaði með sjálf-
um sór, að hér biðu sín erfiðir dagar. Og það
urðu þeir í sannleika.
Prestkonan slepti engu tækifæri til þess, að
láta hann finna, að hann væri óþarfa byrði fyrir
heimilið. Drengurinn reyndi aftur til að þóknast
henni i öllu, en það var til einkis; hún lét sem
hún sæi það ekki. Enginn var þó eins vondur við
hann, eins og Hinrik; hann stæltist upp í þessu
við það, að hann tók eftir því, hversu móður hans
var illa við Kristján. Ilinrik var afundinn og ön-
ugur við hann, og þegar hann gerði sig sekan í
einhvsrjum óknyttum, reyndi hann jafnan, að skella
skuldinni á Kristján. Oft varð presturinn var við
þetta, og refsaði þá Hinrik þunglega. En prests-
konan trúði ætið eptirlætisdrengnum sínum, enda
hafði hann gott iag á, að setja upp sakleysissvip,
þótt hann færi með ósannindi. Hún áleit Kristján
illa innrættan dreng, sem lokkaði drenginn sinn til
Ijótra verka, og ætti það skilið, að vera rekinn
burtu af heimilinu. Presturinn varaði konuna við
þessu og sagði, að hún yrði að refsa Hinrik, þegar
hann væri óþekkur, því „hver semelskarson sinn,
agar hann“. En prestkonan hugði, að maðurinn
sinn hefði ofmikið dálæti á Kristjáni, og gæti því
ekki séð galla hans. Þar kom, að Kristjáni lá
við að fyllast gremju til fóstru sinnar; presturinn
veitti þessu eftirtekt, kallaði á drenginn inn í lestrar-
stofu sína og mælti við hann: „Kristján minn!