Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 81

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 81
HEIMILISVINURINN 81 Gleymdu ekki síðustu áminningu fíiður þíns. Þú veizt, að konan mín þurfti mikið að láta á móti sér, með því að taka þig á heimilið, og þó að hún, sem er fimm barna móðir, sjái eigi ávalt hið rétta í hverju máli, sem börnunum ber á milli, þá máttu ekki reiðast henni. „Faðir minn“, svaraði dreng- urinn, „ég gjöri alt, sem ég get, til að gleðja hana.“ „Sonur minn“, mælti presturinn, „kærleikurinn sigrar um síðir. Mundu barnið mitt eftir því, sem hann faðir þinn sagði: „Áfram, en aldrei afturábak". II. Meðan presturinn iifði, hafði Kristján ekki af neinum skorti eða bágindum að segja. Hann gekk á latínuskólann þar í borginni, og fluttist með góðum vitnisburði bekk úr bekk, því hann var vel gáfaður og kostgæfinn. En þegar hann var kominn í næst- efsta bekk, varð hann fyrir þeirri þungu raun, að valmennið hann fósturfaðir hans andaðist, eftir stutta legu. Skömmu fyrir andlát sitt hafði prest- urinn kallað Kristján að sóttarsæng sinni, og átt við hann langt og alvarlegt samtal. Prestskonan var mjög gröm yfir því, að maðurinn hennar talaði uieira og ýtarlegar við Kristján en við Hinrik; öann hafði að eins í fám orðum ámint son sinn um að ganga þrönga veginn og drotna yfir fýsn- um sinum. Það var daginn eftir jarðarför prestsins, að Kristján lá iengi á bæn við gröf fósturföður síns, 6

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.