Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 83

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 83
HEIMILISVINURINN 83 leiðinlegt, að það skuli ekki vera hægt að hýsa þig lengur; en það er bót í máli, að þú hefir náttúr- lega útvegað þér glæsilegri bústað, þar sem þú ætlar þér að verða lögvitringur. Og þrátt fyrir þína hágöfugu stöðu í lífinu, vildi ég allra auðmjúk- legast mega biðja þig, að gleýma ekki vesalings Hinrik þínum, sem hefir svo oft sagt þér til syndanna". Það lá við, að Kristján reiddist illa þessu napra háði, en hann stilti sig samt, því þá mintist hann alt í einu orða fósturföður síns: „Kærleikurinn sigrar". Gekk hann þá til fóstbróður síns, tók vingjarnlega í hönd honum og sagði: „Ég þakka þér fyrir, að þú mintir mig á, livað mér samir hezt. Snemma í fyrra málið skal ég fara héðan alfarinn; viltu nú ekki gjöra mér þann greiða að hjálpa mér til að búa út pjönkur mínar“. Hinrik varð snöggvast eins og hálfsneyptur, en hann áttaði sig fljótt og sagði: „Það getur þú sjálfur gjört; það er ekki vert fyrir þig, að venja þig á að hafa þjóna“. Að lítilli stundu liðinni var Kristján staddur inni í stofu hjá prestskonunni. Hún mælti þá til hans kuldalega og rólega: „Mér þykir mjög leiðin- Isgt, að geta ekki orðið við óskum mannsins míns sáluga í því, að halda þig lengur; það verður lík- lega fuli erfitt fyrir mig, að fæða börnin mín fimm, sem öll eru í ómegð“. „Það get ég vel skilið. Með guðs hjálp kemst

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.