Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 84
8<
HEIMILISVINURINN
ég vonandi einhvern veginn áfram, og verði ég þess
nokkurn tíma megnugur, að sýna yður, hve þakk-
látur ég er yður fyrir alla fyrirhöfnina á mér til
þessa dags, skyldi það verða mér sæl og schn
gleði!"
„Sei, sei“, sagði prestskonan; „ég held nú samt,
að það sé bezt fyrir þig, svona fyrst um sinn, að
reyna að hjáipa sjálfum þér, svo að þú þurfir ekki
lengur að liggja upp á öðrum. Iðjuleysið og ómensk-
an, sem þú hingað til hefir lifað í, hlýtur nú að
taka enda, og þú verður neyddur til að bjarga þér
sjálfur".
Kristján setti dreyrrauðan og sagði: „Fyrir-
gefið mér, frú, ef ég hefi móðgað yður; ég vildi
að eins sýna yður þakklátsemi mína; en ég hefi
víst hagað illa orðum mínum, svo að ég hefi sært
yður; en það hefði ég sízt viljað gjöra“.
„Nú, jæja þá“, svaraði frúin. „Guð veri með
þér; en það væri mér kærkomið, að þú reyndir
sem fyrst að útvega þér annan bústað. Samt læt
ég mig ekki muna um að hýsa þig einn eða tvo
daga“.
„Hún lætur sig ekki muna um einn eða tvo
daga“, sagði Kristján í hálfum hljóðum, þegar hann
var kominn til herbergis síns. Hann horfði á litla
krossinn, sem hékk á veggnum yfir rúminu hans;
hann fóll á kné og sagði drottni frá öllum raunum
sínum. Við það létti steini af hjarta hans, og
hann stóð upp og sagði: „í guðs nafni! Drottinn,