Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 85

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 85
HEIMILISVINURINN 85 gjör við mig hvað sem þér þóknastí komi svo, hvað sem koma vill“. Síðan signdi hann sig að gömlum og góðum kristnum sið, las kvöldbænirnar sínar og sofnaði svo vært, eins og væri hann kon- ungssonur, er ætti þess von, að fá að ráða fyrir dýrðlegu og voldugu ríki. Sorgin var horfin 0g lundin var svo létt, því hann fann svo glögt til þess, að hann átti voldugan og ríkan föður að á himnum. Morguninn eftir hólt Kristján á fund skóla- st.jórans, og spurði hann, hvort hann ekki gæti út- vegað sér kenslu nokkrar klukkustundir á viku. Því að hann yrði að fá sér eitthvað að gjöra, ella gæti hann ekki haldið áfram skólanáminu. „Það ber vel í veiði“, sagði skólastjórinn, >,þór komið eins og þér væruð kallaður. Rétt áður var ríki bankastjórinn okkar staddur hérna hjá mér, og óskaði eftir að fá einhvern af skólapiltunum, til að veita börnunum sínum tilsögn. Nu skal ég gefa yður meðmælingarbréf tii hans, og ég vona að það nægi til þess, að þér fáið stöðuna. „Guð veri lofaður", hrópaði Kristján ósjálfrátt, „hann hefir sannarlega velt þungum steini af hjarta mínu“. Litlu síðar gekk Kristján niður skrautlegu hrepin, sem láu að húsi bankastjórans; augu hans vóru full aí tárum, þvi að alla hluti hafði drottinn gjört vel til hans. Þetta skrautlega hús varð nú UPP frá þessu bústaður hans, honum var borgið,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.