Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 88

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 88
HEIMILISVINURINN svona uppfylt óskir og bæriir hans föður þíns sáluga. “ „Herra hóraðsdómari," mælti Hinrik með þrjózkusvip, „ég hélt að þór hefðuð kallað mig fyrir yður, til þess að yfirheyra mig, en ekki til þess að halda yfir mér prédikun." „Þú heldur þá, að ég ætli að dæma þig. Nei, aldrei skal það verða. Son fósturföður míns get ég ekki dæmt. Ég hlýt að gera, alt, sem í mínu valdi stendur, til að frelsa þig. Guð hjálpi þér. Samt er ég að sjálfsögðu neyddur til að gera skyidu mína, þótt ég geri það með blæðandi hjarta." Síðan hringdihann; lögregluþjónninn kom inn, og fór með Hinrik aftur í fangelsið. Inni í litla fangaklefanum, bak við járnslegnu smágluggana, sat Hinrik Kristiansen. Enginn lif- andi maður kom þangað, til að heimsækja hann. Eini maðurinn, sem hann fékk að sjá, var fanga- vörðurinn; hann færði honum mat þrisvar sinnum á dag. Kosturinn var betri en vanalegur fanga- kostur, því á meðan á málsrannsókninni stendur, geta fangarnir fengið svo góðan kost sem þeir óska, ef þeir eða ættingjar þeirra. borga fyrir þá. Krist- ján borgaði kostinn fyrir Hinrik. Nú hafði Hinrik góðan tíma til að hugsa um liðið líf sitt, og yfirvega, hvernig á því stóð, að haun hafði lent í þessum hörmungum: „Æ,“ and- varpaði hann, „bara að hún móðir mín hefðí verið dálítið strangari við mig; hún vandi mig á að fá

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.