Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 90

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 90
go HEIMILISVINURINN ab þú skulir vera kominn svona langt á lasannat vegi. En nú er ekki annar kostur fyrir hendi «n að þú sættir þig við þau forlög, er þú heflr bakað þér sjálfur með syndum þínum. „Nei, aldrei; ég tek dauðann langt fram yfir slíka svívirðingu." „Ó, kæri Hinrik, ertu kominn svona langt af- vega? Ertu þá búinn að kasta barnatrúnni þinni. Eyrst hefir þú sokkið æ dýpra og dýpra og svo á danðinn að hitta þig í þessu ástandi og gera enda á öllu. Er það ekki nákvæmlega hið sama sem að ætla sér að borga skuld með því að hleypa sér i aðra skuld miklu stærri? Ó, Hinrik! ertu virki- lega fallinn svona djúpt; því hefði ég aldrei trúað um þig. “ Síðan fór héraðsdómarinn að tala mjög inni- iega til þessa bróður síns til þess að vekjá samvizku hans. Hann minti hann rólega á líferni föður hans, og spurði, hvort Hinrik hefði aldrei beðið um styrk til að sigra ástríðurnar. Hinrik hristi höfuðið. „Beðið guð, nei; slíkt er ekki karlmannlegt." Kristján horfði mjög alvarlega í augu honum og sagði: „Eigum við nú ekki báðir í sameiningu að biðja til guðs.“ Og án þess að bíða eftir svari, féll héraðsdómarinn á hné og bað guð innilega fyrir bróður sínum og um frelsun sálar hans. Eftir því sem hann bað lengur, þvi heitari urðu bænar- orðin hans, og hann hafði alls ekkert tekið eftir

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.