Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 93

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 93
HEIMILISVINURINN 93 fyrir svörunum. „Úr vinnunni ?“ spurði maðurinn. „Já, hún fór út til að slétta lín“, svaraði stúlkan. Ókunni maðurinn var héraðsdómarinn okkar, hann Kristján Hansen ; hann þurkaði sér um augu, og spurði, hvort hann mætti bíða inni, þangað til hún kæmi heim. Stúlkan lét það svo vera. Nú hafði héraðsdómarinn hentugt tækifæri til að sjá, hvað fóstra hans ætti við bág kjör að búa. Hann hafði hvað eftir annað boðið henni aðstoð sína, en hún hafði jafnan afþakkað hana kuldalega. Hún hafði jafnvel ásakað hann beizklega fyrir það, að hann hefði tekið að sér að verja mál Hinriks, náttúrlega gjört það í þeim eina tilgangi, að geta gert sér opinbera minkun. Úr hverju hennar orði skein gegndarlaust hatur. Hún kvað enda svo ríkt að orði, að Kristján væri sök í allri ógæfu Ilinriks. En Kristján var æ hinn sami mildi, góði drengurinn. Hann hafði frétt, að móðir Hinriks hafði nýlega heimsótt hann í fangelsinu, og hefði hann þá nákvæmlega útlistað fyrir henni, að hann hefði komist í betrunarhúsið, ef Kristján ekki hefði talað máli hans svo djarflega. Hinrik hefði sagt móður sinni, að dólæti hennar á sér hefði verið orsök og uppspretta ógæfu sinnar, og óttaleg hefðu forlög sín orðið, ef héraðsdómarinn hefði ekki gjört það fyrir sig, sem hæpið væri að nokkur skilgetinn hróðir hefði gjört. Hinrik hafði beðið móður sína að fara til héraðsdómarans, og þakka honum alla hans ást við þau, og biðja hann að fyrirgefa þeim

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.