Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 94

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 94
94 HEIMIUSVINURINN allt hið illa, er þau hefðu gjört honum. Því að ef hann, eftir 2 árin, kæmist út úr fangelsinu, ætti hann það ICristjáni, næst guði, að þakka. Móðir hans skildi við hann næsta niðurbeygð, en vegurinn til héraðsdómarans fanst henni allt of þungur, þó hún reyndar, með sjálfri sór, liti allt öðrum augum á Kristján, heldur en áður. Það var ekki langt síðan, að Kristján hafði sannspurt, að bágindi fóstru hans væru svo mikil, að hún yrði að ganga út manna á meðal, til að biðja um einhverja vinnu; en eftir það að hann frétti það, þá hafði hann engan frið í samvizku sinni, fyr en hann lagði af stað til að leita hana uppi. Nú sem hann sat í fátæklega herberginu hennar, rendi hann nú augum sínurn yfir liðna daga. „Drott- inn, minn guð, ó, hversu þú hefir verið mér góður, hjálpaðu mér, að eg gleymi aldrei að þakka þér!“ Dyrnar opnnðust, og inn kom öldruð kona, álút og þreytuleg. Hún var hvít fyrir hærum, og þungur örvæntingarblær yfir henni. Héraðsdómar- inn stóð upp, tók móti henni með útbreiddum örm- um og sagði: „Móðir min, móðir mín! hrind mér ekki frá þér; jeg afber það ekki, að vita þig þola skort; hrygðin þín kvelur hjarta mitt“. Prestskonan hné meðvitundarlaus í faðm honum. Kristján lagði hana í legubekkinn; hún náði sór bráðlega aftur, greip hönd hans, kysti hana og sagði: „Getur þú enn kailað mig móður þína?“

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.