Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1965, Side 4

Muninn - 01.04.1965, Side 4
Senn er komið að lokum þessa skólaárs. Vorvindurinn leikur nú um burstir skólans okkar. Við finnum, að nýir dagar eru í nánd. Leiðir skiljast, við hittumst og kveðjumst á gatnamótum, og mörgum mun líkt innanbrjóst eins og skáldinu, sem kvað: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Muninn hefur nú fylgt skólanum nær óslitið í þrjátíu og sjö ár. Hverju sinni hefur hann reynt að tjá þann anda, sem ríkir í skólanum, og ég vona, að það hafi tekizt að nokkru í vetur. Þó mun vera öllu léttara yfir skólabragnum en blaðinu, og Munin skortir tilfinnanlega, að nemendur séu djarfari og örlát- ari á hans vettvangi. En það er trú mín, að hagur hans fari vaxandi. Að end- ingu vil ég þakka öllum, sem í vetur hafa lagt honum lið og þá ekki sízt P. O. B., er hefur eins og endranær veitt blaðinu rnikinn afslátt. Hinni ný- kjörnu ritstjórn óska ég velfarnaðar. Á Sumardaginn fyrsta 1965, Pdll Skúlason. f----------------—----------------—---- ---------------------\ Smásagnasamkeppnin íslenzkukennarar skólans fóru yfir smásögur þessar til þess að dæma þær. Engin saga þótti greinilega bera af öðrum, en flestar ekki ósnotrar. Um sög- urnar sýndist dómnefndarmönnum annars talsvert sitt hverjum, en til þess, að nefndin klofnaði ekki, þótti næst lagi að veita 1. verðlaun fyrir Sögu um brotið töfragler, sem aðeins einn setti upphaflega í fyrsta sæti, og 2. verðlaun fyrir Góða tungl, sem einn setti og upphaflega fyrsta, með nokkrum semingi þó. Einn nefndarmanna taldi Spor æskunnar fortakslaust bezta. Meðal þriggja beztu voru og af sumum nefndar Máttur hafsins, Dansað á torginu og Á kaffihúsi. — Allt þetta sýnir, hvað línurnar við verðlaunaveitinguna voru óskýrar, en er jafnframt tákn nokkurrar grósku í smásagnagerð innan skólans. — Frá Dómnefnd. Alls bárust sjö sögur. Fyrstu verðlaun hlaut Jón Björnsson V. bekk, bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar, en önnur verðlaun Kristín Steinsdóttir, IV. bekk, bækur frá Bókaverzlun Jóhanns Valdimarssonar. — Muninn óskar verðlaunahöfundum til hamingju og þakkar þeim, sem gáfu vegleg verðlaun til keppninnar. — Ritstj. v________________________________________________________________y 112 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.