Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1965, Side 14

Muninn - 01.04.1965, Side 14
Máttur nafsins Það er rnikið um gleðilæti á skipinu þenn- an dag. Einhver átti afmæli, einhver heild- sali á fyrsta farrými. Valur Þór yfirgefur glauminn og leitar einverunnar. Hann gengur fram skipið og út að borðstokknum. Hann kveikir í vind- lingi og hugsar. Þetta er ungur maður, svipurinn dulur, augun blá og full af myrkri. Augun hvarfla út yfir hafflötinn í átt til lands. Þarna standa fjöllin, blá og fjarlæg og brött í sjó, lágskýin höfðu skorið af þeim tindana. Lengra tipp til landsins sér á jök- ulinn, hvítan og einan í gróðri vorsins. Ut- an af hafinu blæs öðru hvoru hægur vind- svali. Valur Þór hallar sér fram á grindurnar, nýtur kvöldsvalans í hárinu og teygar vor- loftið. Hann liorfir á stefnið rjúfa hafflöt- inn í markvissri ferð til lands. Hvaða land var þarna úti í blámóðu vors- ins? Nú virtist honum það framandi, að- eins eylenda langt norður í Atlantshafi. Þó snart það einhvern streng í sál hans. Þarna hafði hann lifað sælar stundir og bitur von- brigði. En liöfðu ekki árin brennt allar brýr milli fortíðar og nútíðar? — Spurningar, spurningar, en ekkert svar. Santspil jökuls, hafs og himins seiðir fram myndir í sál hans. Hugurinn hvarflar til æskustöðv- anna. Þar þekkti hann hvern blett. Þar lék hann sér í fjörunni barn og ldustaði á bina marslungnu óma hafsins. Minningarnar hópast fram. Hann man eftir Sigga gamla í Nesi, hvernig þeir bundust vináttuböndum og þegar hann sem stráklingur hjálpaði hon- um að setja bátinn í fjörunni. Svo tók gamli maðurinn hann með sér á sjó í fyrsta sinn. Þar lærði hann að renna færi, blóðga fisk og fleiri listir sjómennskunnar. Þetta hafði verið bjartur dagur, fullur af fiski og sólskini. Óteljandi myndir frá bernskunni svífa fram þögular og heillandi, eins og fallegu ævintýrin, sem honum voru sögð litlum dreng. Svo var það fyrsta sorgin. Þá var hann þrettán ára. Það var þegar Siggi í Nesi fór á sjó og kom ekki aftur. Hann mundi þenn- an dag ljóslega, fagur morgunn, og hann hafði hjálpað gamla manninum að ýta á flot. Það hvessti úr hádeginu og brátt fór að brjóta á hleininni úti á víkinni. Veðrið versnaði með kvöldinu og báturinn náði ekki landi. Drengurinn varð yfirbugaður af harmi. Hann gekk meðfram sjónum, einn með sorginni. Hann gerðist dulur og hugsandi, fannst lífið vera heimskulegt og snautt. En hann var ungur og tilveran hafði sín- ar björtu hliðar. Svo kynntist hann ástinni heitri og við- sjálli. Það var um vor eins og núna, að hann uppgötvaði ástina. Hún hafði brunnið í æðum hans um örskamma unaðarstund. Svo kom skilnaður og haust í sál hans, allt fölnaði á einni nóttu, og vonir hans blikn- uðu og urðu að hélurósum. Örlaganornirnar spunnu vefi sína misk- unnarlaust. Tíminn leið og bar í skaut sér vonbrigði og skarpan skilning á lífinu. Hann hafði kvatt fósturjörðina með hörðum huga og ætlað að sigra tilveruna og þýða frostrósir lífsins. Hann fann aldrei það, sem liann leitaði að. Þrá eftir brim- sorfinni strönd bernskunnar var honum jafnan rík í liuga. Það var þar, sem hafið söng honum í brjóst trúna á lífið. Sú trú var nú glötuð. — Hann lítur í kringum sig. Kynjamynd- 122 MUNINN

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.